HUGMYNDIR FYRIR HERBERGIÐ

Jæja þá eru nokkrir dagar síðan ég kom heim til Íslands eftir frábært og kærkomið frí á Balí. Og er ég að vinna í örlítið nákvæmri færslu á ferðinni og mun deila með ykkur bráðum..

Annars þá nefndi móðir mín við mig fljótlega eftir að ég kom heim að það stæði til að gera herbergið mitt örlítið meira kosy heima í Hraungerðinni, en foreldrar mínir hafa fengið að nota herbergið sem geymslu í einhverja daga og þ.a.l mjög lítið huggulegt við það eins og staðan er núna.

Væntanlega fór hausinn strax á flug og er ég komin með fullt af hugmyndum og litapallettum sem mig langar að vinna með. Allt frekar einfaldar, ódýrar og fljótlegar aðgerðir þar sem það styttist í að ég fari að flytja út (vona ég (samt ekki)). 

Þegar við fluttum í Hraungerðina fyrir tæpu ári stóð til að mála herbergið mitt í einhverjum bleikum lit, ég hætti að vísu við en hef ekki hætt að hugsa um bleikt herbergi, eða bleikan vegg síðan. Því meira æpandi bleikur litur, því betra – þess vegna hef ég legið inná pinterest í allan dag og tekið saman nokkrar hugmyndir hvernig ég væri til í að hafa litapallettuna í herberginu.. 

Bleikir veggir heilla.. Annars væri gaman að vita hverskonar færslur ykkur finnst skemmtilegast að lesa frá mér, svo ég myndi vera afar þakklát ef þið smelltuð á like-hnappinn eða litla hjartað svo ég fái smá heildarmynd á hverskonar færslur þið eruð að fíla..

þangað til næst,

X

Melkorka

BLOGGAÐ FRÁ BALÍ

Skrifa Innlegg