fbpx

BLOGGAÐ FRÁ BALÍ

Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram  hafa eflaust tekið eftir því að ég sé stödd á Balí í fríi. Það er búið að vera ótrúlega nice hérna, en við byrjuðum í Ubud í 6 daga og mættum til Canggu í gærmorgun. Báðir staðirnir eru svo sannarlega búnir að standa fyrir sínu og þá sérstaklega svefnstaðurinn okkar í Ubud. Við gistum örlítið útfyrir Ubud í einhverskonar Villu á miðjum hrísgrjónaakri og sveitabæ – ég vaknaði t.a.m næstum hverja morgna við hanagal kl sex – hálf sjö, algjör paradís.
Hér í Canggu erum við hinsvegar á hóteli, alveg upp við ströndina. Fullkominn staður til þess að njóta balísku sólarinnar fyrir heimför.

Tilvalið að enda færsluna á nokkrum myndum frá ferðinni:

        Þrjár mömmur að gefa krílunum sínum mjólk

sundlaugin okkar í Ubud og hrísgrjónaakurinn..

 

útsýnið okkar í Ubud..

Balí er algjör paradís, og manni líður ótrúlega vel hérna.

Með kærri Balíkveðju,
Melkorka

UMHVERFISVÆNN MARKAÐUR @HÓTEL SÖGU

Skrifa Innlegg