fbpx

HÚÐIN MÍN: FYRIR OG EFTIR

Ég er búin að vera mana mig núna í langan tíma að deila með ykkur þessari færslu, og loksins hef ég ákveðið að láta verða að henni enda get ég ímyndað mér að margir séu í sömu stöðu og ég var.

Ég setti inn myndband á instagram story fyrir einhverju síðan af húðini minni og ástandinu sem hún var í, og fékk ég afar góð viðbrögð – fólk að gefa mér allskyns ráð sem ég gat svo sannarlega tileinkaði mér, annars þótti mér extra vænt um þegar fólk hrósaði mér fyrir að deila vandamálahúðinni minni með fylgjendunum mínum – enda er þetta eitthvað sem margir díla við, en með tilkomu myndvinnsluforritta o.fl. er þetta eitthvað sem maður sér ekki  hvar sem er og á hverjum sem er.

Ég hef verið afar heppin með húðina mína í gegnum árin og aldrei þurft að hafa fyrir henni, svaf oft með makeup og gaf lítinn sem engan tíma í að hugsa um hana, þangað til ég fékk húðsýkingu og varð ástandið svo slæmt um tíma að mig langaði ekki að fara út úr húsi og hefði mig aldrei órað fyrr en þetta gerðist fyrir mig hversu mikið þetta sest á sálina.

Þá byrjaði ég að prufa mig áfram í hinum og þessum vörum, skipta um farða o.þ.h og eftir næstum því hálft ár í að prufa mig áfram er ég loksins búin að finna þær vörur sem henta mér og get þá deilt með þeim sem eru í svipuðum sporum hvað ég gerði til þess að laga húðina.

*Mun ég deila með ykkur fyrir og eftir myndum neðar í færslunni.*

Til að byrja með langar mig til að benda á að matarræði skiptir miklu máli, og þá er sérstaklega mikilvægt að drekka nægt vatn. Svo tók ég eftir því að ennissvæðið skánaði til muna eftir að ég tók flest allar mjólkurvörur úr fæðunni og sá ég mikinn mun eftir aðeins viku.
Einnig fannst mér eplaedik blandað saman við vatn á morgnana minnka bólgurnarnar í andlitinu.

Svo er það auðvitað góð húðumhirða og sömuleiðis næring fyrir húðina.
Það er afar erfitt fyrir manneskju eins og mig sem hugsaði ekkert um húðina að ætla sér að byrja allt í einu á klukkustundar húðumhirðu fyrir svefn, svo ég passaði að fara ekki út í neinar öfgar og reyndi að mynda mér rútínu sem tæki ekki langan tíma og væri þ.a.l einföld og þæginleg.
Svo tek ég 2x í viku góðan tíma til þess að sjá um húðina og þá djúphreinsi ég hana, hvort sem það er með maska eða djúphreinsibursta.

Að kvöldi til:

Skref 1:

Camomile farðahreinsir. Góður fyrir viðkvæma húð þar sem hann svíður ekki og er mjúkur fyrir húðina.

Skref 2:

Djúphreinsandi sápustykki fyrir andlitið, mér finnst það gott af því leitinu til að það þurrkar ekki húðina og mér finnst ég geta notað þetta daglega. Til þess að ná extra mikilli hreinsun nota ég andlitsbursta sem ég fer betur í á eftir. (Guðrún Sorveit fer betur yfir notkun sápunnar í þessaru færslu hér.)

Skref 3.

Aloe tóner sem róar húðina, ég hef notað Tea Tree og E vítamín tónerinn frá The Bodyshop og finnst mér þessi henta mér best. En ég er með venjulega til þurra húð.

Skref 4:

Svo enda ég rútínuna á Oils of life dagkreminu vegna hversu mikil olía er því, hinsvegar ef  húðin mín er extra leiðinleg set ég þykkt og djúsí lag af þessu kremi.

Að morgni til:

 

Skref 1:

Aftur sami tóner og ég set á mig á kvöldin, en það er til þess að taka öll óhreinindi sem hafa komið sér fyrir á húðina yfir nóttina.

Svo set ég Serum, ég á tvennskonar sem hafa gert bæði rosalega góða hluti en þar sem þetta er aðgengilegra ákvað ég að hafa það með í færslunni að þessu sinni.

Og að lokum þetta nærandi andlitsgel – en það finnst mér afar gott í bland við serumin.

 

Ég nota þessa maska til skiptis 2x í viku. Þessi blái er djúphreinsandi og er úr sömu vörulínu og sápustykkið mitt sem ég sýndi ykkur fyrir ofan. Svo er það þessi græni sem er næturmaski, en ég bloggaði um hann hér.

Ég nota þennan andlitsbursta einnig 2x í viku (sömu kvöld og ég nota maskana) en hann nota ég til að djúphreinsa þegar ég er að þríf á mér andlitið uppúr sápustykkinu.
Svo eru það þessar bómullarskífur, en þær eru 100% lífrænar svo það eru engin eiturefni í þeim. Einnig finnst mér vera stór plús við þær að það fer minni vatnsnotkun við ræktunina á þeim og sömuleiðis framleiðsluna heldur en ella, svo þær eru þ.a.l umhverfisvænni kostur!

 

Að lokum eru það þessar tvær vörur, mildur og góður skrúbbur sem ég nota annan hvern dag í sturtunni og svo Tea tree olía sem ég set á bólur og ör fyrir svefn (þegar ég man eftir því)

 

En hér eru myndir af húðinni áður en ég fékk sýkingu.

Með húðsýkingu, og eru þetta með skárstu myndunum sem ég á – hef ennþá ekki í mér að pósta myndum af mér í mínu allra versta ástandi..

Svo núna!!

Ég vona að að þessi færsla geti hjálpað einhverjum! og auðvitað mæli ég líka með því að fara til læknis – en í mínu tilfelli fékk ég krem sem ég fýlaði ekki þar sem það þurrkaði húðina mína svo mikið að ég fann til…

Ef ykkur líkar færslur sem þessar megiði endilega ýta á litla hjartað eða like hnappinn..
Melkorka Ýrr

*Vörurnar fékk ég að gjöf

UPPÁHALDS Á INSTAGRAM:

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Guðrún Sørtveit

    4. April 2018

    Flottust!! Þetta á eftir að hjálpa mörgum <3

  2. Jara

    4. April 2018

    ❤️

  3. Elísabet Gunnars

    5. April 2018

    Frábær færsla – áfram þú!! Gott að sja að húðin er að lagast :*

  4. Kristín

    11. April 2018

    Mataræði er 95% vandamálið hjá fólki, krem eru 5% sama hvað snyrtivörufyrirtæki reyna að selja manni!