fbpx

DJÚSÍ DJÚPHREINSUN

DEKURHÚÐRÚTÍNA

Ég verð að segja ykkur frá djúsí sápu sem ég er búin að vera nota mikið síðast liðin mánuð. Þetta er sápustykki frá The Body Shop sem djúphreinsar húðina án þess að þurrka hana. Sápan inniheldur til dæmis tea tree sem er ótrúlega sótthreinsandi, shea butter sem mýkir húðina og bamboo kol. Sápan er úr sömu línu og Himalayan Charcoal maskinn sem ég held mikið uppá.

*Færslan unnin í samstarfi við The Body Shop

Þetta er mjög veglegt sápustykki og notar maður mjög lítið í einu. Það er hægt að nudda sápustykkinu í heilu lagi yfir allt andlitið eða skera í búta einsog ég geri. Ég nota oftast hreinsisvamp eða hreinsibursta með sápunni, þannig fær maður extra góða hreinsun.

Ég byrja á því að bleyta svampinn eða hreinsiburstann og nudda því í sápustykkið þangað til það freyðir. Því næst nudda ég í hringlaga hreyfingar útum allt andlitið. Síðan skola ég andlitið með volgu vatni. Húðin verður endurnærð og tandurhrein.

Mér finnst ég nýta sápuna mun betur með því að skipta henni niður í nokkra hluta. Ég hugsa líka að hún eigi eftir að endast mjög lengi því ég er ekki einu sinni búin með einn búta. Það er líka mjög sniðugt að kaupa eitt sápustykki og skipta því í tvennt og deila því með kærasta eða kærustu.

Sápustykkið er ætlað andlitinu en það má nota það á marga aðra vegu. Til dæmis er hægt að nota það til þess að hreinsa bringu eða bak ef maður á til að fá bólur þar. Ég mæli með að geyma sápuna í boxi og skola hana vel á milli. Ég keypti box í TIGER á sirka 200kr fyrir sápustykkið mitt – mæli með!

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

FARÐI SEM GEFUR HÚÐINNI FILTER

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Berglind Lára

    28. March 2018

    Elska þessa sápu svo mikið! :D Ættla fara kaupa box undir hana núna <3