fbpx

HELGIN MÍN:

OUTFITREYKJAVIKREYKJAVIK FASHION FESTIVALRFFTÍSKA

Loksins er maður komin heim í smá ró eftir vægast sagt virkilega upptekna en mjög skemmtilega helgi í Reykjavík – aðal ástæða ferðarinnar að þessu sinni var Reykjavík Fashion Festival, en ég var að sækja hátíðina í mitt fyrsta skipti og var ég svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum!
ég tel mig frekar heppna að hafa getað sinnt þremur en á sama tíma mjög mismunandi verkefnum á hátíðinni, ég sótti sumsé um sjálfboðastarf og var þar að leiðandi eitthvað í móttökunni, að taka á móti gestum, tékka á miðum og fleira. Sjálfboðaliðastarf á hátíð sem þessari er eitthvað sem ég get mælt með fyrir flesta, þetta er skemmileg reynsla svo kynnist maður nýju fólki og tala nú ekki um hversu vel þetta lúkkar á ferilskránni.
Verkefni númer tvö fólst í því að skrifa um RFF á Trendnet svo að allir fengu tækifæri til að upplifa stemmninguna sem fylgir RFF, enda vorum við með live instastories frá tískupöllunum samhliða blogginu og tóku margir vel í það, sem var gaman að heyra. En ef svo vill til að “RFF í beinni” fór framhjá einhverjum og þið eruð á algjörum bömmer að hafa misst af  getiði nálgast færslurnar hjá okkur stelpunum hér!
Svo þriðja og síðasta verkefnið en alls ekki síst var það að ganga á sýningunni fyrir strákanna í Inklaw, en það var haft samband við mig bara nokkrum klukkustundum fyrir sýningu og ákvað ég að slá til enda bara gaman að prufa eitthvað nýtt!
Ég hefði samt verið mega til í að getað verið einn af áhorfendunum enda rugl flott show – hef ég heyrt.

Sunnudagurinn fór svo í myndatöku hjá Antoníu Lárusdóttur, og hlakka ég mikið til að sýna ykkur útkomuna…
Þótt helgin var eins skemmtileg og hún var er ég afar fegin að vera komin heim í rólegheitin,
Ætla leyfa mér að ljúka þessari færslu með nokkrum myndum frá helginni – outfitpics, selfies, myndir baksviðs og fleira!

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Stussy bolurinn fæst í Smash, flarred skyrtan sem ég er undir er úr topshop og skórnir eru úr GS skóm

Processed with VSCO with b5 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with b5 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Gallajakkinn er Carhartt úr Smash

Processed with VSCO with b5 preset

Processed with VSCO with b5 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Buxurnar eru fengnar úr Smash

xx
Melkorka

HEIMSÓKN Í ELLINGSEN

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1