fbpx

FRANCA SOZZANI

Franca Sozzani, ritstjóri Ítalska Vouge lést í dag. Aðeins 66 ára að aldri, eftir árs baráttu við veikindi. Margir tískuunnendur kannast við nafnið, þó það sé ekki eins þekkt og nafnið hjá kollega hennar Anna Wintour, þrátt fyrir það er Franca alls ekkert síðri.
Þó að Franca væri alltaf óaðfinnanleg hvað varðar fataval og framkomu að mínu mati, er vert að minnast á hversu gott starf hún gengdi innan veggja Vouge. Hún er t.d á bakvið frægu “black issue” útgáfuna sem kom út árið 2008 sem notaðist aðeins við svartar fyrirsætur, frá a til ö. Þó ég hafi aðeins verið 10 ára þegar umrætt tímarit kom út þá hef ég svo sannarlega lesið um það og áhrifin sem það hafði, sömuleiðis gerði hún myndaþátt um heimilisofbeldi í þeim tilgangi að vekja athygli á því. En hún var afar dugleg að tvinna saman tísku við pólitíska strauma. Sterk réttlætiskenndin hennar fékk svo sannarlega að njóta sín í störfum hennar, og það var akkúrat sem var svo frábært við hennar starf hjá Vouge, hún var alls ekki hrædd við að taka af skarið og berjast gegn ranglætinu á hennar hátt, sem var á sama tíma svolítið öðruvísi.

image

image

image

image
Franca verður svo sannarlega sárt saknað…

X Melkorka

TRACKSUITS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    23. December 2016

    <3

  2. Yrsa Hörn Helgdóttir

    25. December 2016

    Áhugverð kona sem þú kynntir fyrir mér og gefur mér hugmynd um konu sem vert er að skoða aðeins betur. Flott grein!