DRUSLUGANGAN // SLUT WALK

 

Hrefna Björg Gylfadóttir tók myndirnar fyrir varninginn í ár

Í dag verður gengið Druslugönguna í sjöunda sinn í Reykjavík, gangan hefst klukkan 14:00 við Hallgrímskirkju, verður gengið niður Skólavörðustíg og Laugarveg og endar gangan á Austurvelli þar tekur við tónleikahöld og ræður.
Vil ég nýta tækifærið og hvetja alla til þess að mæta, en mikilvægi viðburða á borð við druslugönguna er alveg gríðalegt, þar sem druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis og er ég ótrúlega glöð að gangan hefur stækkað með hverju árinu sem hún hefur verið haldin frá 2011.

3. apríl 2011 í Toronto, Kanada var í fyrsta sinn í sögunni gengið Druslugönguna – markmið göngunnar var að uppræta fordóma sem eru viðráðandi varðandi klæðaburð og ástand þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi.

,,Varstu full/ur?”

,,Í hverju varstu”

,,Varstu ein/n?”

,,I still spend too much energy wondering if my skirt is too short, or my shirt is too tight, or my heels are too high”

,,Still not asking for it”

Mörg lönd, Ísland meðaltalið tók þátt í Druslugöngunni og var fyrsta gangan farin í Reykjavík 23. júlí 2011.

Megin markmið göngunnar er alltaf sú sama: Að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. Og er barist gegn þeirri orðræðu sem gefur til kynna að ofbeldið sem þolendurnir verða fyrir sé þeim að kenna, sem er auðvitað alls ekki raunin. Áherslan í ár er hinsvegar lögð á baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi – það þarf að draga stafrænt kynferðisofbeldi upp á yfirborðið og opna fyrir umræðu tengt því, þar sem þetta er eitthvað sem á sér stað á hverjum einasta degi.

Sjáumst á morgun klukkan 14:00 og hjálpumst að, að reyna uppræta kynferðisofbeldi.
Stöndum saman – stöndum með Druslum <3

Þangað til næst 
xx
Melkorka 

NEW IN:

Skrifa Innlegg