Melkorka Ýrr

BIO BORGARI ?

Mig langar til að deila með ykkur einum mega nice stað sem Doddi dróg mig á í dag, Bio Borgarar heitir staðurinn og bjóða þau upp á hamborgara í hollari kantinum. Við pöntuðum okkur Special hamborgarann á matseðlinum, því miður man ég ekki hvað var á honum – en það smakkaðist vangefið vel með eingiferölinni sem ég fékk mér að drekka með, sjúklega nice og juicy máltíð.

Það er hægt að velja á milli grænmetisborgara og svo er líka hægt fá sér kjöt, ég fékk mér kjöt í þetta skiptið, en ætla klárlega að prufa grænmetisborgarann næst. Hann mun alveg pottó smakkast vel og eflaust betur og hlakka ég mega til í að prufa hann.

Þessi staður fær 5 stjörnur frá mér, svo mikið er víst, og ef þið eruð í leit af hollum skyndibitastað þá mæli ég með Bio Borgurum á Vesturgötunni!

þangað til næst

xx

Melkorka

 

SUMAR SORBET!

Skrifa Innlegg