Það er ekkert leyndarmál að gínurnar sem stara á okkur í gegnum glerið á búðargluggum endurspegla ekki fólkið sem á þær horfa.
Pro Infirmis, samtök fatlaðra í Sviss, fékk þá frábæru hugmynd að gera seríu af gínum byggðar á fólki með líkamlegar fatlanir.
Verkefnið fékk það fallega nafn “Because Who Is Perfect? Get Closer.”
Í myndbandinu hér fyrir neðan sjáið þið ferli verkefnisins í heild sinni.
Næst þegar þið stoppið við búðargluggann og horfið á fullkomnu hávöxnu gínuna í fötunum sem þið vitið að mun aldrei passa eins vel á ykkur og á henni, hugsið með ykkur hvaða skilaboð er verið að senda. Tileinkið ykkur gagnrýna hugsun. Ég veit að eftir þetta myndband þá lít ég gínum öðrum augum.
Skrifa Innlegg