fbpx

Nýjar áherslur!

 

Ég hef verið í miklu basli við að ákveða hvernig ég ætla að haga haustinu mínu og vetrinum. Búin að fara fram og til baka með alls kyns hugmyndir öllum mínum nánustu til mikils ama því ég hef verið jafn óákveðin og veðurfar Íslands.

Þó ég sé einstaklega óákveðin er ég samt sem áður mjög fljótfær og oftar en ekki lendi ég í bobba með ákvarðanir sem ég hef tekið hugsunarlaust, en þó hefur fljótfærnin gefið mér svo mörg góð tækifæri á móti að ég hugsa að ég leyfi henni bara að vera.  Ég reyni alltaf að halda öllum járnum heitum í ofninum og hef komist að því að tækifærin koma ekki upp í hendurnar á mér. Ég sækist ávallt grimmt eftir því sem ég vil og uppsker eftir því.

………

Það er point með innganginum :) Ég hef tekið þá ákvörðun að breyta áherslum bloggsins. En ég hef verið að fara inn á mörg svið og þið lesendur kannski ekki vitað við hverju á að búast og hvað í ósköpunum ég tala um næst.

Þar sem ég er nemi í vöruhönnun (þó í ársleyfi frá námi) hef ég einstaklega mikinn áhuga á hönnun, rýmisnotkun og svo að sjálfsögðu hári.

Þannig að héðan í frá munu áherslur mínar fara meira inn í hönnunarheiminn ásamt hárinu, en að sjálfsögðu mun ég halda áfram að setja inn eina og eina persónulega færslu ef ég er að gera eitthvað sjúklega spennandi sem ég get ekki haldið út af fyrir mig :):)

 

Mig langar endilega að vita hvað ykkur finnst….!! :)

Hvernig neglur langar mig í?

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Birna

    29. August 2013

    Það væri bara gaman að fá innsýn inní hönnun frá vöruhönnunarnema, segi go for it. En hárinnslagið er alltaf jafn kærkomið líka ;)

  2. Björk

    29. August 2013

    Hljómar vel :)

  3. Laufey

    30. August 2013

    Hlakka til að fylgjast með :)

  4. Erla

    30. August 2013

    Mér hefur einmitt fundist mjög gaman að skoða síðuna því það hefur verið svo margt mismunandi á henni: hönnun, tíska, hár..
    Maður veit við hverju maður á að búast hjá hinum á Trendnetinu (sem er auðvitað allt í lagi) en mér finnst gaman að kíkja hingað og vita ekki hverju ég á von á :)

  5. Begga Veigars

    30. August 2013

    líst rosalega vel á þetta elskan :)