fbpx

Vinnuferð til Ísafjarðar

HárLífiðVinnaVinna & verkefni

Ég fékk skemmtilegt símtal fyrr í mánuðinum, en eigandi hárgreiðslustofunnar Hárstofa Maríu á Ísafirði hringdi í mig og bað mig um að koma og halda krullunámskeið þar í bæ ásamt Baldri eiganda heildsölunnar Bpro. Við að sjálfsögðu slógum til og á föstudaginn síðastliðinn fórum við bæjarrotturnar með flugi til Vestfjarða með tvær fullar ferðatöskur af krullu- og sléttujárnum frá HH Simonsen að vopni. Við vorum komin til Ísafjarðar upp úr hádegi þar sem leið okkar lá beint á hárgreiðslustofuna, en Baldur var með vörukynningu á Label.m vörunum fyrir hárgreiðslukonur stofunnar.

iso2 iso5

Þegar vörukynningunni var lokið héldum við krullunámskeið fyrir nokkrar skemmtilegar Ísafjarðarskvísur sem vildu ólmar læra að nota krullujárnið.

iso4 iso12 iso13

Við sýndum nokkur góð trix í hárumhirðu og krullugerð sem stelpurnar voru ánægðar með.

Þegar krullunámskeiðinu lauk tók við konukvöld þar sem Hárstofan María var með opið hús fyrir gesti og gangandi. Þar fengu allir að prófa hárvörurnar, litaspreyin og fleira en áður en við vissum af þá tók Baldur upp svaðalega skærasafnið sitt og sýndi okkur stelpunum. Við þurfum auðvitað allar að prófa og endaði það með því að nokkuð margir lokkar fengu að fjúka á nokkrum heppnum stelpum.

iso10iso7 iso11

Litaspreyin frá Label.m eru svo klikkkuuuððð!!iso8

Því miður endaði skemmtileg ferð allt of snemma því við Baldur flugum heim til Reykjavíkur í hádeginu daginn eftir.

Það var komið fram við okkur eins og höfðingjaprinsessur og er ég svo þakklát stelpunum á Hárstofunni Maríu fyrir að taka svona vel á móti okkur og fyrir að gefa mér dásamlegt húsmæðraorlof í leiðinni =)

xxx

Disney ævintýrið frá A-Ö

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1