fbpx

Verslað á litla herrann

Það er alveg ótrúlegt hvað er lítið úrval af barnafötum á litla herramenn hér á Íslandi. Ég fer reglulega í búðir að reyna að finna eitthvað fallegt dress á gæjann og enda yfirleitt tómhent. Það er meira að segja erfitt að finna góðar samfellur! Ekki það að það er ábyggilega fyrir bestu, þar sem barnaföt eru óhugnalega dýr. En á sunnudaginn fórum við í Smáralind með það að markmiði að finna falleg föt á Ólíver því greyið drengurinn var að verða fatalaus.

Snúðar & Snældur, Zara og Debenhams stóðu sig ágætlega í þetta skiptið og var þetta það sem kom með okkur heim……

…..það er voða gaman að dressa litla gæja upp. Am I right? ;)

Baker Baby by Ted Baker er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það er barnalína í Debenhams hönnuð af Ted Baker, og er ótrúlega flott. Einungis gæðaefni eru notuð í línunni, svo sem silki og bómull og  saumarnir eru til fyrirmyndar. Ég mæli eindregið með að kíkja í Debenhams á Baker Baby línuna. Sá einmitt að stelpufötin eru æðisleg.

Hvítu buxurnar eru úr Zara og eru ótrúlega töff. Ég fíla buxnasniðin úr Zara, því þær eru ekki of víðar, þ.e pínu slim fit.

Hummel barnalínan finnst mér mjög misgóð. Ég fíla venjulega ekki barnaföt þar sem regnboginn virðist hafa ælt yfir fötin og öllum mögulegum formum og munstrum troðið á litla flík. En það var eitthvað við þessa peysu sem heillaði mig…..

Ígló stendur fyrir sínu. Æðisleg peysa, sem er reyndar aðeins of stór á hann ennþá. En það var 20% afsláttur af nokkrum vel völdum barnafötum í Snúðar&Snældur og ég gat bara ekki sleppti því að splæsa henni á drenginn.

Fallegur bómullarbolur frá danska barnafatamerkinu Wheat og sumarlegar strákabuxur frá Baker Baby.

Emil heimtaði að kaupa eina herralega skyrtu á Ólíver, en persónulega er ég ekkert sérstaklega hrifin af því að setja hann í skyrtu. Finnst eitthvað svo stíft að setja lítið barn í skyrtu…..veit ekki hvað það er, en hún er úr Zara. Svo setti ég þessar sjúklega flottu gallabuxur með sem ég keypti reyndar ekki í þessari verslunarferð en þær eru einnig úr Zara. Það fylgdu með þeim brún leðuraxlabönd sem hægt er að taka af,  og eru mjög skemmtileg. Gallabuxurnar eru svo mjúkar og góðar og ég finn að Ólíver líður vel í að hreyfa sig í þeim. En það er það sem skiptir mig mestu máli í barnafatakaupum-töff en þæginlegt! ;)

 

Skólasakn*

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. ragga

    11. April 2013

    Ef þig vantar samfellur þá mæli ég eindregið með carters.com – lang bestu samfellurnar að mínu mati, gott snið og þær eru á mjög góðu verði.. Carters og oshkosh síðurnar eru ný byrjaðar að senda til íslands :) Náttgallarnir frá carters eru líka æðislegir, mæli með þeim :)

    • Theodóra Mjöll

      11. April 2013

      Takk fyrir það :) Við höfum einmitt fengið mikið gefins frá Carters, og þá nokkra náttgalla sem eru frábærir! En ég vissi ekki að hægt væri að panta frá þeim…..gott að vita það! Svo þekki ég ekki Oshkosh merkið, þarf að kynna mér það:)

  2. Berglind V

    11. April 2013

    váá hvað minn verður mikill töffari!!

  3. Begga Kummer

    12. April 2013

    Var mín aaaaðeins að missa sig ;) By the way.. vel valið !

  4. Anna

    12. April 2013

    Mæli með beroma.is ef þig langar að skoða falleg barnaföt, hún fór að sauma einmitt af því það var lítið úrval á litla herramenn og svo flytur hún inn voða falleg föt líka, stelpufötin eru samt lika to die for :)

  5. Ástríður Þórey

    12. April 2013

    Svo sammála þér varðandi úrvalið, alveg nada!

    Rosalega falleg fötin sem þú keyptir, ég er bæði hrifin af svo neutral litum en líka smá litagleði í bland ;)

    B.kv.
    Ástríður

  6. Erla

    16. April 2013

    Beroma! Svo flott strákafötin þar.