fbpx

Útskriftarsýning LHÍ !!!

Eins og flestir vita er útskriftarsýning Listaháskóla Íslands í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 20. apríl – 5. maí….eða á laugardaginn!!

Það er venjan að sýning fatahönnunardeildarinnar er kvöldinu fyrir opnun og verður hún kl 20:00 í Hafnarhúsinu á föstudaginn (á sama stað) og er að sjálfsögðu frítt inn. Fötin verða einnig til sýnis á sýningunni á laugardaginn svo ef þið farið á útskriftarsýningu fatahönnunarinnar á föstudaginn, er kjörið að kíkja einnig á laugardaginn til að fá að snerta fötin og skoða þau í krók og kima.

Ég vil þó taka það fram að fatahönnunarsýningin fær alltaf mestu athyglina af öllum útskriftarverkefnum Listaháskólans, en það verk sem þau hafa lagt í verkefnið sitt er engu síðra en verkin frá vöruhönnuninni, grafíkinni, arkitektúrinum né myndlistinni. Svo þó þið hafið einungis áhuga á fatahönnun, hvet ég ykkur samt sem áður að kíkja á verk hinna deildanna þar sem hönnunarsviðin eru ansi tengd. Mun meira en margir gera sér grein fyrir.

Eins og ég hef áður sagt þá hefði ég átt að útskrifast með krökkunum núna, og finnst mér ég vera að missa pínu úr að taka ekki þátt í þessu með þeim. Æi, en ég tek jákvæðnina á þetta og get þá lært af þeirra mistökum ;) haha….Hef þau mér til halds og trausts þegar ég geri útskriftarverkefnið mitt á næsta ári :) Svo verð ég nú smápínulítið með, því ég ætla að greiða módelunum fyrir sýninguna á morgun og Ísak Freyr sér um make uppið. En mamma hans Ísaks er að útskrifast úr fatahönnun svo hann er mjög spenntur fyrir að hjálpa múttu á stóra deginum hennar.

Ég læt fylgja með nokkrar myndir af kúrsi sem ég var í fyrra, en hann heitir Tilraunahús og já, var tilraunir og aftur tilraunir….meira að segja lokaniðurstaða kúrsins var tilraun. Ótrúlega skemmtilegur kúrs og lærði svo mikið af honum….

Vinnustofan…

Náttúrulegar krullur

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Anonymous

    20. April 2013

    hvað með myndlistina? Er hún bara auka?

    • Theodóra Mjöll

      20. April 2013

      Nei guð, er greinilega ekki alveg í sambandi.
      Takk fyrir góða ábendingu, breyti blogginu um hæl!

  2. María

    20. April 2013

    Ég er mjög ósammála því að fatahönnunin fái mestu athyglina af öllum útskriftarverkefnum LHÍ. Það er þín upplifun en alls ekki allra.