fbpx

Útskriftarlína Rakelar-Lady Gaga

Rakel Sölvadóttir sagði mér aðeins frá útskriftarlínu sinni sem Lady Gaga fékk lánaða hjá henni. Rakel tók þátt í fatahönnunarkeppninni Designer´s Nest í sumar með útskriftarlínu sína og hafði umsjónarmaður keppninnar samband við Rakel um að Lady Gaga hefði mikinn áhuga á línunni hennar. Hún sendi í kjölfarið alla línuna sína til dívunnar.

Það er ekki skrýtið að Gaga heillaðist af fatalínunni enda er hún með eindæmum falleg, formföst, úthugsuð og vel saumuð.

…………..

 

Það er framtíðarblær yfir línunni sem endurspeglar eins komar samspil milli valda og elegans. Þetta er köld distópía um herveldi kvenna sem stefna ótrauðar áfram og líta aldrei til baka. Þær finna ekki, þær gleðjast ekki, þær hræðast ekki. Konurnar eru valdamiklar og kaldar. 

 Ferlið hófst sem rannsókn á formum í tengslum við líkamann. Silhuettan er hörð og sterk og grafík er notuð til að ýkja hana. Harðar línur undirstrika kvenleg form líkamans á valdamikinn hátt. Mittið er undirstrikað með hvössum þríhyrningum. Nýþröngir rúllukragar sem ná upp fyrir munn eru táknmynd fyrir aga og gera konuna klíníska og kalda. Ermar og neðrihlutar eru niðurmjóir og er það einnig undirstrikað með harðri grafík. Stórar, ýktar axlir endurspegla vald kvennanna. Þær eru beinar í formi og harðar. Síð, niðurmjó silhuetta, stórar axlir og grafísk form blása lífi í kraftmikla, agaða konu. 

 Innblástur er meðal annars fenginn frá Sonia Delauney, tískuteikningum hennar og búningum fyrir Ballets Russes. Áhugi vaknaði á sterkum aga balletsins og hvernig balletinn getur formað og af-formað líkamann. Hugleiðingar um aga leiddu hugann að yfirvaldinu, fasisma og því valdi sem búningarnir búa yfir. Einkennisbúningar yfirvaldsins hafa gríðarleg áhrif á bæði þann sem klæðist þeim og þá sem horfa á. Með því að klæðast búningnum má segja að persóna og tilfinningar einstaklingsins hverfi. Hann verður að staðalímynd yfirvaldsins sem við, í blindni, hlýðum. Fagur, kvenlegur agi ballettsins fléttast saman við harðan aga fasismann og úr verða stílhreinar, sterkar flíkur. Efna- og litaval er í takt við stemninguna. Áferðin efnanna er klínísk og yfirborðið slétt. Litaval er minimalískt, svart, hvítt og drapplitað. 

 

Aníta Eldjárn myndaði fatalínu Rakelar sem þið getið séð hér fyrir neðan.

 

 

rakel2

rakel5

 

rakel3

 

rakel4

 

rakel7

 

rakel8

 

rakel9

Lady Gaga í kjól eftir Rakel Sölvadóttur

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Andrea

    11. November 2013

    Geggjað !!

    …Mig langar í föt frá henni! Þarf kannski að bíða? Eða?

    • Theodóra Mjöll

      12. November 2013

      Já ég er nánast viss um að línan sé ekki komin í framleiðslu því miður :/