Í gær héldum við skemmtilegt og fjölskylduvænt útgáfuteiti LOKKA í Eymundssyni í Kringlunni.
Takk allir kærlega fyrir komuna og fyrir falleg orð. Það var svo gaman að fá að hitta krakkana aftur og sjá hvað þeir voru spenntir!
Eins og ein mamman tilkynnti mér, þá gat dóttir hennar ekki sofið nóttina áður því daginn eftir yrði hún frægt hármódel =)
Mér þætti gríðarlega vænt um að fá að vita hvað ykkur finnst um bókina =)
xxxxxxx Theodóra Mjöll
Skrifa Innlegg