fbpx

Uppáhalds ilmvatnið

 Ég hef eytt tugum þúsunda í gegnum árin í ilmvötn sem enda svo  inn í skáp til þess eins að safna ryki eða í skáp hjá einhverjum öðrum.

Síðustu misseri hef ég notað hreinar ilmolíur sem ilmvötn sem ég blanda saman út í vatn og spreyja bæði á mig og sem hússprey til að kæfa ýmsa óvelkomna lykt sem ratar inn í hús (er með hunda og blautir hundar lykta ekki vel….þó Saga Sig vinkona sé á öðru máli).

Í haust kynntist ég ilmvatninu  V  frá ELLA, en ég fann lyktina á ókunnugri konu út í búð og spurði hvaða dásemdar ilmvatn hún notaði. Í kjölfarið skottaðist ég í ELLA og splæsti einu stykki á mig, bókstaflega. Ég hef fundið minn ilm. Punktur. =)

Screen Shot 2014-01-28 at 9.11.35 PM

ELLA V – er ilmvatn sem ber nafn vetrarlínunnar 2012/2013 ,,V – for Victory”. Í V má finna keim af vanillu, tonka baunum, sandalvið og amber.

Svart&hvítt hár

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Unnur Kristjánsdóttir

    28. January 2014

    Uppáhalds!
    Er að vinna á leikskóla og börnin þar hrósa mér reglulega fyrir hversu vel ég ilma… gerir daginn bara miklu betri! :)

    • Theodóra Mjöll

      28. January 2014

      En æðislegt!
      Já það er sko ekki leiðinlegt að fá hrósið: “þú lyktar svo vel í dag” =)

  2. Ásta

    28. January 2014

    Svo sammála þér! Var einmitt í nákvæmlega sama pakka þar til ég prufaði V !! :)

  3. Sigga

    29. January 2014

    Þetta er dásamlegt ilmvatn :)

  4. Agnes

    29. January 2014

    Byrjaði einmitt að nota Night frá Ellu um jólin 2012, skipti svo yfir í V þegar það kom og hef varla notað annað ilmvatn síðan, algjörlega uppáhalds!

  5. Sara

    29. January 2014

    Æðisleg lykt!! :)

  6. Íris

    29. January 2014

    Hvar fær maður þessa dásemd? :)

    • Theodóra Mjöll

      29. January 2014

      Öll Ilmvötn ELLA fást í ELLA búðinni á Ingólfstræti. Mig minnir að þau séu seld í Kronkron líka, og væri líklegt að þau fást á fleiri stöðum.

  7. Hilrag

    29. January 2014

    mín lykt er craft frá andreu maack. líður ekki eins og sjálfri mér þegar ég er ekki með hann á mér, haha.

    xx