Ég hef eytt tugum þúsunda í gegnum árin í ilmvötn sem enda svo inn í skáp til þess eins að safna ryki eða í skáp hjá einhverjum öðrum.
Síðustu misseri hef ég notað hreinar ilmolíur sem ilmvötn sem ég blanda saman út í vatn og spreyja bæði á mig og sem hússprey til að kæfa ýmsa óvelkomna lykt sem ratar inn í hús (er með hunda og blautir hundar lykta ekki vel….þó Saga Sig vinkona sé á öðru máli).
Í haust kynntist ég ilmvatninu V frá ELLA, en ég fann lyktina á ókunnugri konu út í búð og spurði hvaða dásemdar ilmvatn hún notaði. Í kjölfarið skottaðist ég í ELLA og splæsti einu stykki á mig, bókstaflega. Ég hef fundið minn ilm. Punktur. =)
ELLA V – er ilmvatn sem ber nafn vetrarlínunnar 2012/2013 ,,V – for Victory”. Í V má finna keim af vanillu, tonka baunum, sandalvið og amber.
Skrifa Innlegg