fbpx

Uppáhald hárgreiðslukonunnar!

Ég trúi því varla að ég sé ekki enn búin að segja ykkur frá Soufflé. Fyrir þá sem ekki þekkja til, lesið þetta! ;)

Eftir margra ára reynslu af Soufflé, ásamt öðrum hármótunarefnum hefur það orðið að mínu “all time favourite”. Þeir sem þekkja mig og hafa unnið með mér í tökum og öðru eru farnir að tengja ilm efnisins við mig, vegna ofnotkunar minnar á því. Já, ofnotkunar. Soufflé er í uppáhaldi!

Hvað gerir Soufflé?

Það heldur hárinu betur á sínum stað. Það gerir hárið EKKI klístrað en mín reynsla er sú að það er mjög erfitt að finna hármótunarefni sem klístra ekki. Soufflé inniheldur mikinn raka svo það hentar rafmögnuðu hári einkar vel. Einnig er þetta hinn fullkomni punktur yfir i-ið eftir að hárið er krullað.

Þegar þú ert búin að slétta á þér hárið eða krulla það, verður hárið oft leiðinlegt. Of mjúkt eða of sleipt, það lekur allt úr hárinu eða er slepjulegt. Soufflé þjappar hárinu saman og heldur því betur á sínum stað, án þess að þvinga það- eins og hárpsprey gerir.

Eftir að ég fór að stúdera efnið og vinna meira með það, fattaði ég að ég þyrfti ekki lengur eins mikið á hárspreyi að halda. Ég er því nánast hætt að nota hársprey og nota einungis Soufflé. En ef ég vil að greiðslan haldist allt kvöldið og alla nóttina (ef ég er að fara út…..sem gerist svona 2x ár ári) þá set ég hársprey yfir hárið allt EFTIR að ég hef sett Soufflé.

Hvernig er áferð Soufflé?

Mjúk, smá hald, enginn glans-þó ekki matt. Það þyngir hárið ekki, þó það sé fíngert, en ef of mikið af því er sett í hárið getur það þó þyngt og hárið virkað skítugt.

Fyrir hvaða hártýpur og lengd hárs er efnið?

Mín reynsla er að það hentar millisíðu hári og niður í mjög sítt hár best. Hentar öllum hártýpum- grófu hári til mjög fíngerðs hárs.

Hvernig set ég efnið í hárið á mér?

Soufflé er sett í hárið þurrt, eftir að það hefur verið krullað, slétt eða jafnvel ekkert gert við það.

Taktu vænan slurk (já það er orð) af efninu og settu það í lófann. Nuddaðu efninu vel saman í lófunum og dreyfðu því svo vel yfir hárið. Gott er að setja það í eins og sett er hárnæring í hárið í sturtunni. Passið að efnið fari ekki í rótina, nema þá að það sé til að ná litlum óvelkomnum hárum niður.

LAB_LFSO0120

 

Svo vil ég endilega taka það fram að þetta er ekki keypt auglýsing haha…..þetta hljómar alveg fáránlega mikið eins og ég sé að fá milljarð fyrir að tala um þetta. Ég hef notað Soufflé núna í 8 ár og er þetta mjög persónuleg frásögn frá minni upplifun af efninu (hljómar eins og trúarbragð).

 

 

Ástarsamband

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Sólveig María

    7. February 2014

    Hljómar vel!!! Hvar fæst þessi dásemd?

    • Theodóra Mjöll

      7. February 2014

      Ohh ég þarf alveg að halda aftur að mér, mér finnst þetta efni svo mikil snilld! En Label.m vörurnar fást á flest öllum hárgreiðslustofum landsins ;)

  2. Erna Viktoría

    8. February 2014

    Úff ég hef verið að glíma við svo ofsalega rafmagnað hár núna í einn og hálfan mánuð! Er að bilast.. er þetta snilldar lausnin sem ég hef verið að leita að :)?

  3. Lára B.

    10. March 2014

    Sæl Theodóra, ég elska Shoufflé og hef notað það í dágóðan tíma og líkað mjög vel. Nýverið var ég þó að greinast með leiðindar ofnæmi fyrir innihaldsefni sem er mjög víða í snyrtivörum og er þar á meðal í Shoufflé-inu :/ Ég er því að leita eftir staðgengli og datt í hug að spurja þig hvort þú gætir bent á aðrar hárvörur sem eru svipaðar Shoufflé?
    Kveðja,
    Lára

    • Theodóra Mjöll

      11. March 2014

      Æ æ æ en ótrúlega leiðinlegt! Er sjálf með ofnæmi fyrir vissum efnum sem leynast víðsvegar í snyrti- og hárvörum en hef ekki lent í því að fá ofnæmi fyrir Soufflé sem betur fer!

      Málið er að ég hef aldrei fundið efni sem líkist Soufflé, en ég hef prófað mikið af alls kyns efnum.
      Því miður er mjög erfitt að fá góð hárefni sem eru laus við gerviefni en ef ég finn eitthvað þá læt ég þig vita um leið!
      Aveda er þó þekkt fyrir að innihalda mikið af náttúrulegum efnum, svo það gæti leynst hárefni þar sem líkist Soufflé?

  4. Lára B.

    11. March 2014

    Já ég sakna Soufflé-sins alveg hrikalega mikið! Já ég var t.d. að nota hárnæringu frá Aveda því allt á að vera svo rosalega náttúrulegt hjá þeim en svo var hún einnig með þetta ógeðisefni og þá fór ég að kynna mér vörurnar þeirra og þá virðast þeir ekki vera alveg jafn náttúrulegir og þeir vilja meina.. En takk fyrir svarið og já spurning með að tékka á þeim, vörur frá þessum merkjum geta verið svo misgóðar :)