fbpx

Tinni & Koli

Eins og ég hef sagt ykkur frá örugglega aðeins of oft, þá á ég tvo hunda, Kola og Tinna. Þeir eru bestu hundar í heimi og ótrúlega góðir saman. Þeir vernda hvorn annan og kúra saman á nóttunni. Tinni ræður samt, því hann er eldri (þó hann sé rúmlega helmingi minni) og stjórnar Kola með annarri loppu :)

Frá því að ég og Emil eignuðumst þá, höfum við tekið óteljandi myndir af þeim….það jaðrar við geðveiki haha. Úr öllum ferðum sem við höfum farið eru milljón myndir af þeim og engar af okkur.

Nú þegar Ólíver er kominn í heiminn þá fer myndasýkin yfir á hann :)

Ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum af dúllunum mínum sem ég hef tekið í gegnum tíðina:)

Sýnikennsla: kvenlegur hanakambur

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Arndís

    20. January 2013

    Flottastir í heiminum geiminum, Astró fékk smá kast þegar hann sá þessar stórglæsilegu myndir… held hann sakni þeirra félaganna.
    Kv. frá norðanbúunum

  2. Berglind V

    20. January 2013

    þeir eru bara sætastir!!

  3. Júlía

    21. January 2013

    Þeir eru æðislegir. Hvað tegund er Koli?

    • Theodóra Mjöll

      21. January 2013

      Takk fyrir það:) En hann er bastarður greyið hehe… Mamma hans er labbi og við höldum að pabbinn sé border collie, það er mjög mikill collie í fasinu hans. Algjör orkubolti! Þarf að fara með hann út tvisvar á dag í hörkugöngu, bæði í ól og lausagöngu!