fbpx

Þrái svefn…

Þó það sé nú yndislegt að eiga einn 5 mánaða kút, er það alveg jafnerfitt.

Það nýjasta hjá Ólíver er að sofa ekkert á nóttunni, svo ég væri mjög til í að vera þessi hérna núna…..

Kveðja

Vælukjóinn

Stemningin í gær

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Pattra's

    20. March 2013

    Æ neiii. Svo málglaður að hann hefur bara ekki tíma fyrir svefn! Ég er alveg pínu eins og kisinn þessa dagana, ætla ekki að neita því :**

    • Theodóra Mjöll

      21. March 2013

      Haha einmitt:) Segjum það bara :)
      En ég væri sko sannarlega til í að vera þú þessa dagana- svefn og kjötveisla ;)

  2. Sara

    20. March 2013

    Ég mæli með svefnráðgjöf á LSH. Þær eru ENGLAR :)

    • Theodóra Mjöll

      21. March 2013

      Takk fyrir það, ég held ég taki þig bara á orðinu. Er búin að vera að lesa “Draumalandið” (held ég að hún heiti) og fá nokkur ráð þar…Einnig hjá ljósmóðurinni, svo við erum að reyna allt. ….

  3. Berglind V

    20. March 2013

    æjjj elsku kall, vooonandi er þetta tímabundið hjá honum! knús <3

    • Theodóra Mjöll

      21. March 2013

      Segi það með þér ;)

  4. Sunna

    20. March 2013

    I feel your pain :) Minn fimm mánaða tók svona 5 vikna tímabil af endalausu vakni á nóttunni en virðist loksins kominn yfir það (knockonwood sjöníuþrettán plísplísplís). Fyndið hvað lífið fer allt að snúast um svefn þegar maður fær ekki nóg…

    • Theodóra Mjöll

      21. March 2013

      Úff já, segi það með þér. Alveg ótrúlegt hvað lífið fer að snúast mikið um grunnþarfir mannsins eftir að maður eignast barn: svefn-kúk-piss og að borða.
      En vona að þetta sé bara tímabil….maður verður svo kex-ruglaður þegar maður fær ekki svefn!

  5. Anna Begga Tvibbamom

    21. March 2013

    Mínir tóku líka upp á þessu þegar þeir voru 4,5 mán (vöknuðu á 15 mín frest – grínlaust!). Það eina sem virkaði (eftir miklar og langar samræður við elskulegu Örnu skúla sem skrifaði draumalandið) var að láta pabba þeirra sjá alfarið um þá á nóttunni. Þeir máttu ekki sjá mig né heyra í mér alla nóttina. Þetta tók ekki langan tíma og þeir fóru að sofa aftur… Tek það fram að ég var samt alltaf að svindla og þess vegna tók það lengri tíma en hefði þurft. Mæli með að prófa það.. Gúd lökk snillingur :)

    • Theodóra Mjöll

      21. March 2013

      Úff en hrikalegt! En þetta er svipað og með Ólíver. Hann byrjaði bara allt í einu á þessu. Svo prófuðum við þetta trix, að láta Emil sjá um hann á nóttunni og það tók tvær nætur-án gríns-þetta svínvirkar! En svo fékk hann einhvern vírus og var veikur í tæpar tvær vikur og þettta er búið að vera í ruglinu síðan!
      Verðum að fara að gera pabba-trixið aftur, það já, svínvirkar!
      Svo er hann líka bara orðin soldil frekja litla greyið…..haha, vill bara láta sinna sér! :)

      Manni líður samt hálfilla að kvarta þegar manneskja eins og þú sérð þetta haha, tvíburar eru fyrir hetjuforeldra! :)
      Knús