Ég freistaðist til að skrá mig á sex vikna SYKURLAUST námskeið hjá Gunnari Má einkaþjálfara og rithöfundi LKL bókanna.
Ég fæ mér sykur á hverjum einasta degi, hvort sem það er í formi drykkja eða í föstu formi (með öðrum orðum súkkulaði), ég er einfaldlega sjúk í sykur. Finn þó að sykurlöngunin magnast þegar svefnleysið er upp á sitt besta, sem er stöðugt ástand á heimili mínu því drengurinn okkar sefur ekki á nóttunni.
Verð þó að viðurkenna að þetta er frekar óheppilegur tími ársins til að byrja á sykurleysi því nóvember-desember eru stærstu sykurmánuðir ársins, en það gerir áskorunina kannski enn meira spennandi?
Á mér eftir að takast þetta eða ekki?
Hver vill vera memm??
Skrifa Innlegg