fbpx

Sykurlaus í 6 vikur

Lífið

Ég freistaðist til að skrá mig á sex vikna SYKURLAUST námskeið hjá Gunnari Má einkaþjálfara og rithöfundi LKL bókanna.

Ég fæ mér sykur á hverjum einasta degi, hvort sem það er í formi drykkja eða í föstu formi (með öðrum orðum súkkulaði), ég er einfaldlega sjúk í sykur. Finn þó að sykurlöngunin magnast þegar svefnleysið er upp á sitt besta, sem er stöðugt ástand á heimili mínu því drengurinn okkar sefur ekki á nóttunni.

Verð þó að viðurkenna að þetta er frekar óheppilegur tími ársins til að byrja á sykurleysi því nóvember-desember eru stærstu sykurmánuðir ársins, en það gerir áskorunina kannski enn meira spennandi?

Á mér eftir að takast þetta eða ekki? 

The-Academy

Hver vill vera memm??

VOGUE takan á Íslandi

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Karen Andrea

    10. November 2014

    Gangi þér vel, væri gaman að fylgjast með :)

    • Theodóra Mjöll

      11. November 2014

      Takk….ég er alveg með smá hnút í maganum yfir þessari ákvörðun haha =) En þetta er spennandi…..

    • Theodóra Mjöll

      11. November 2014

      Hæhæ takk fyrir ábendinguna =)
      Við erum einmitt búin að fara til svefnráðgjafa, en því miður er vandamálið okkar/hans aðeins meira og flóknara…

  2. Guðbjörg Lára Rúnarsdóttir

    11. November 2014

    Ég tengi svo mikið.. Minn strákur sefur líka mjög lítið á nóttunni og sykurlöngunin fer upp úr öllu valdi.
    Rör næst á dagskrá, krossa fingur að það lagi eitthvað. :)

    • Theodóra Mjöll

      11. November 2014

      Æi það er alveg ótrúlegt hvaða rusl líkaminn kallar á þegar hann er þreyttur….
      En vona að rörin geri allt betra =)