fbpx

Skólasakn*

Æi það er svo gott að heimsækja “gamla” bekkinn minn upp í Listaháskóla. Trúi því varla að ég hefði átt að vera að útskrifast með þeim núna í vor. Úff hvað ég væri til í það, en það verður að bíða til næsta vors.

Þetta er auðvitað eins og “hin” fjölskyldan mín. Hef saknað þeirra alveg hrikalega. Þetta er svo góður hópur af fólki, enginn eins, enginn á sama stað í lífinu, enginn með sama persónuleika né svipaðan, en samt sem áður erum við (ég vil meina að ég sé ennþá hluti af hópnum) gífurlega samheldin.

Það er allt að gerast á vinnustofunni þeirra í Þverholtinu, þar sem undirbúningur fyrir útskriftarsýninguna er á fullu. Skemmtilegt að sjá hvað vinnurýmið verður persónulegt og lifandi þegar hugmyndaferlið er komið svona langt á veg.

Þetta er án efa skemmtilegasta nám sem til er!

 

Tveggja mánaða myndatakan

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. emilia

    9. April 2013

    hvaða nám er þetta?

    • Theodóra Mjöll

      9. April 2013

      Vöruhönnun er kennd við Listaháskóla Íslands, í hönnunar- og arkitektúradeild.
      Ef þú ert forvitin þá mæli ég með að kíkja á heimasíðu Listaháskólans og kynna þér námið nánar. Það er mjög fjölbreytilegt og spannar mjög stór svið hönnunar.

      http://lhi.is/namid/honnun-og-arkitektur/voruhonnun/