fbpx

Sjampó til að halda í fallega ljósa litinn

Hár

Ég er búin að vera að nota nýtt sjampó frá Label.m síðustu vikur og langaði mig að segja ykkur blondínunum aðeins frá því. Ég fann mikinn mun á hárinu þegar ég notaði það, það var mýkra og kaldi liturinn í hárinu mínu hélst mun lengur í en áður.

Label.m Brightening Blonde línan er með náttúrulegum innihaldsefnum og hönnuð sérstaklega til ná því besta fram í ljósu hári. Formúlan dregur fram bjarta tóna hársins og deyfir gula/appelsínugula tóna þess sem vill svo gjarnan koma nokkrum vikum eftir litun. Formúlan er einnig rakagefandi og nærandi og vernar hárið gegn skemmdum.

Brightening blonde línan inniheldur þrjár vörur, sjampó+næringu+krem.

Sjampóið er mjúkt, freyðir vel og hreinsar óhreinindi í hárinu vel. Næringin er mjög mjúk og glansandi. Kremið er frábært því það gerir hárið silkimjúkt, er með UV vörn og nærandi.

LABEL.M-BRIGHTENING-BLONDE-RANGE

Mæli með að allar blondínur prófi þessa snilld =)

Flétta; Orri Finn

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Erna Lind

    29. December 2014

    Hvar fæst þetta? :)

    • Theodóra Mjöll

      29. December 2014

      Label.m vörurnar fást á öllum helstu hárgreiðslustofum landsins, svo sem Rauðhettu&Úlfinum, Kompanýinu, Barbarellu og fleirum =)

  2. Jana

    29. December 2014

    virkar þetta bara fyrir þær sem hafa litað á sér hárið ? :)

    • Theodóra Mjöll

      30. December 2014

      Nei formúlan er fyrir allt ljóst hár, bæði litað og ólitað =)

  3. Anna

    29. December 2014

    Hvað með ljóst ár sem er ekki litað, mæliru með þessu fyrir það :) ?

    • Theodóra Mjöll

      30. December 2014

      Já algjörlega, formúlan er bæði fyrir litað og ólitað hár =)

  4. Berglind

    6. January 2015

    Læturu sjampóið liggja eitthavað í hárinu eða er það skolað strax úr?