Ég er búin að vera að nota nýtt sjampó frá Label.m síðustu vikur og langaði mig að segja ykkur blondínunum aðeins frá því. Ég fann mikinn mun á hárinu þegar ég notaði það, það var mýkra og kaldi liturinn í hárinu mínu hélst mun lengur í en áður.
Label.m Brightening Blonde línan er með náttúrulegum innihaldsefnum og hönnuð sérstaklega til ná því besta fram í ljósu hári. Formúlan dregur fram bjarta tóna hársins og deyfir gula/appelsínugula tóna þess sem vill svo gjarnan koma nokkrum vikum eftir litun. Formúlan er einnig rakagefandi og nærandi og vernar hárið gegn skemmdum.
Brightening blonde línan inniheldur þrjár vörur, sjampó+næringu+krem.
Sjampóið er mjúkt, freyðir vel og hreinsar óhreinindi í hárinu vel. Næringin er mjög mjúk og glansandi. Kremið er frábært því það gerir hárið silkimjúkt, er með UV vörn og nærandi.
Mæli með að allar blondínur prófi þessa snilld =)
Skrifa Innlegg