Ég er svo spennt fyrir morgundeginum að ég næ ekki andanum.
Fyrirlestrardagurinn DesignTalks hefst í fyrramálið í Hörpunni þar sem heimsfrægir hönnuðir munu tala um fyrirtæki sín og framtíðarsýnir.
Þar á meðal kemur hinn eini sanni silfurrefur, Calvin Klein. Ég ætla að stökkva á hann og fá mynd af okkur saman (efast samt um að það gerist….en ég lifi í voninni)….en ég kannski segi við hann: Oh..this picture will be on my instagram, you can follow me on instagram. I will accept your friend request…promise! =) Sé þetta alveg fyrir mér….
En nóg um það. Það eru margir spennandi fyrirlesarar sem hafa eflaust miklu meira og spennandi að segja frá en silfurrefurinn, svo sem Robert Wong sem er yfir skapandi deild Google. Einnig kemur Mikael Schiller sem er stofnandi og stjórnarformaður sænska fatamerksins Acne Studio.
Morgundagurinn verður frábær!
Haldiði að hann hafi nokkuð farið í lýtaaðgerð? Nahh….hann borðar örugglega bara mikið af Chia fræum ;)
Skrifa Innlegg