Síðustu fjórar til fimm vikur í lífi mínu hafa verið í einu orði sagt kreisí. Það virðist allt í lífinu gerast á sama tíma, sem er kannski einskonar test á hversu mikið maður þolir….veit ekki? Ég kvarta þó ekki því að vera frílans getur verið mjög erfitt og verkefnin koma í törnum, það vill bara svo (ó)skemmtilega til að mörg þeirra koma á sama tíma.
Stikla á stóru, en hér fyrir neðan er lífið í myndum og örfáum orðum……
Við Bibburnar gáfum okkur tíma saman og fórum á leikritið Konubörn. Sjaldan hlegið jafn mikið!
Við Steinunn Ósk erum að sjá um hárið fyrir RFF og erum hér í skemmtilegri myndatöku hjá Aldísi Páls fyrir sérblað RFF sem fylgdi nýjasta tölublaði Nýs Lífs.
Öskudagur
Lögreglan gaf sér tíma til að gleðja einn lítinn Batman á milli útkalla á öskudaginn.
Stund milli stríða í tökum fyrir Glamour magazine.
Gervitoppar/gervihár og Label.m vörurnar eru búnar að skipa STÓRAN sess í lífi mínu undanfarið.
Búin að henda í nokkrar árshátíðargreiðslur á milli og fannst mér þessi koma einstaklega vel út =)
Fékk stutta stund með bestustu Þórönnu minni sem býr því miður á Akureyri og ég fæ að hitta alltof sjaldan.
Smá sneak peek úr tökum á nýjustu Disney Frozen bókunum mínum sem ég er að vinna að þessa stundina.
Úti á landi í tökum í hræðilega miklum kulda. Var veðurteppt á Eyrarbakka í 12 klst í síðustu viku takk fyrir og góðan daginn…
Svo er ég búin að vera að kenna 1x í viku í Hárakademíunni. Stelpurnar eru svo klárar að ég trúi því varla.
Vona að þið hafið átt góða helgi =)
xxx
Theodóra Mjöll
Skrifa Innlegg