Appelsínugulur og blóð-appelsínugulur hefur verið ríkjandi á tískupöllum síðasta árið og virðist halda sessi sínum áfram.
Appelsínugulur sameinar orku rauðs og hamingju guls. Hann er tengdur gleði, sólskini og hitabeltinu. Appelsínugulur stendur fyrir ákafa, hrifningu, hamingjusemi, sköpunargleði, staðfestu, aðdráttarafli, árangri, hvatningu og örvun. Hann getur verið erfiður ef ekki er rétt farið að honum og ásamt öðrum sterkum litum, þá fer hann ekki öllum.
Fyrir mannsaugað er appelsínugulur mjög heitur litur og gefur því frá sér hitatilfinningu. Samt sem áður er appelsínugulur ekki eins ágengur og rauður. Appelsínugulur eykur blóðflæði til heilans, skapar hressandi áhrif og örvar andlega starfsemi. Hann er í miklum metum meðal ungs fólks. Sem aldinlitur er appelsínugulur oft tengdur hollu fæði og örvar matarlist. Í skjaldarmerkjafræði er appelsínugulur táknrænn fyrir styrk og þrek.
Ég keypti mína fyrstu appelsínugulu flík í síðustu viku og ég fylltist óútreiknanlegri orku við það eitt að vera í henni.
Grár, blár, beige, svartur og hvítur passar mjög vel við appelsínugula litinn.
xxx
Theodóra Mjöll
Skrifa Innlegg