fbpx

Ópið og ég

Í dag fórum við á hið víðfræga listasafn Munch sem geymir eingöngu verk eftir norska listmálarann Edvard Munch sem var og er einn helsti listamaður Normanna.

Eitt þekktasta verk hans er “Ópið” sem allir ættu að kannast við. Að sjálfsögðu var það eina sem ég var búin að ákveða að gera á safninu var að taka mynd af mér við hliðina á listaverkinu með sama öskrandi andlit (þó án hljóðs). Ég mun geyma þessa mynd að eilífu!

Við enda safnsins var herbergi með stólum og speglum í miðjunni þar sem gestir voru hvattir til að teikna sjálfsmyndir af sér og hengja upp. Ég henti í eina sjálfsmynd, úff….ég get ekki teiknað andlit hvort sem það er mitt eða einhvers annars. En ég skemmti mér konunglega =)

opid og eg

 

munch1

munch2

 

munch4

Hátíðargreiðslur- Ísland í Dag

Skrifa Innlegg