fbpx

Nýr hárskóli á Íslandi

Hár

Með mikinn fögnuð í hjartanu er mér sönn ánægja að segja ykkur frá nýjum hárskóla sem opnaður verður í haust.

Harpa Ómarsdóttir er stofnandi og eigandi hárskólans sem ber heitið Hárakademían og er hugmyndin byggð á erlendum hárskólum svo sem Toni&Guy og Aveda. Harpa Ómars var minn aðalkennari þegar ég var að læra hárgreiðslu en hún er litafræðingur og kenndi mér allt sem ég kann í litafræði hárs sem hefur reynst mér einstaklega vel í gegnum tíðina. Hún er hörkudugleg og keyrir þennan frábæra skóla í gang með sterkri hugsjón og þrautseigju.

Hárgreiðslunámið í iðnskólum landsins hafa fengið mikla gagnrýni vegna kennsluaðferðar svo sem  að lögð sé jafn mikil áhersla á permanent, blástur og stífar uppgreiðslur og að klippa og lita hár. Hárakademían er nútímamiðaður skóli og færir nemendur hans inn í heim hársins á hnitmiðaðan hátt, en aðeins fjórtán nemendur komast að og er skólinn kenndur á þremur önnum, í 12 mánuði samfleytt. Iðnskólar landsins kenna námið á fjórum árum sem hefur tíðkast í langan tíma. Hárakademían er mjög strembinn og krefst mikils aga frá nemendum sem hafa brennandi áhuga á hári.

Ég fagna þessarri nýjung og hvet alla þá sem hafa dreymt um hárgreiðslunám í langan tíma að kynna sér skólann vel og vandlega. Farið á heimasíðu skólans og sjáið hvað hann býður upp á.

hara9

Hér sjáið þið Hörpu Ómars, snillinginn á bak við Hárakademíuna

Markmið skólans

  • Veita 14 nemendum inngöngu til framúrskarandi menntunar í hársnyrtiiðn sem sniðin er að þörfum þeirra og atvinnulífinu.
  • Að aðstæður og aðbúnaður sé fyrsta flokks og til fyrirmyndar.
  • Að virkja nemendur á jákvæðan og uppbyggilegan hátt bæði í skóla og heima fyrir.
  • Að kenna nemendum þekkingu og góða verkkunnáttu í hársnyrtiiðn á 12 mánuðum.
  • Nemendur Hárakademíunnar verða tilbúnir til sveinsprófs sem og vinnu út á gólfi að ári loknu.
  • Að útskrifa framúrskarandi fagfólk.

Nýjung við námið í Hárakademíunni

  • Hárakademían útvegar öllum sínum nemendum námssamning við hárgreiðslustofu.
  • Allir nemendur fara í gegnum sveinspróf.
  • Fyrir afhendingu burtfaraskírteinis úr Hárakademíunni hafa allir farið í gegnum sveinspróf.
  • Afgreiðsla með sölu á hárvörum fyrir viðskiptavini og almenning þar sem nemendur læra að selja vörur sem telst vera mikilvægur þáttur í rekstri á hárgreiðslustofu.
  • Námið er kennt af framúrskarandi fagfólki sem er enn að vinna á gólfi og heldur sér ferskum í faginu.
  • Styttra nám, tekur 12 mánuði í Hárakademíunni og námssamningur er einnig styttur í samræmi við námið í skólanum.
  • Nemendur fara í útskriftarferð erlendis í toni&guy academy of London
  • Hárakademían kennir sveinsprófsfögin og kennir stóran hluta af náminu á svokölluðum “stofudögum”.
  • Nemendur Hárakademíunnar safna sér sínum eigin viðskiptavinahópi yfir árið.
  • Hárakademían þjálfar nemendur sína að vinna með lifandi módel stóran hluta af náminu.

 

Ég, ásamt Hörpu Ómars, Eddu Sif, Baldri Rafni og Sigrúnu Davíðsdóttur hönnuðum hárið fyrir myndatöku auglýsingaherferðar Hárakademíunnar og finnst mér hafa tekist einstaklega vel til. 

Baldur Kristjáns tók myndirnar og förðunargúrúinn Guðbjörg Huldís sá um sminkið. 

hara1

Hver væri ekki til í að eiga allar þessar förðunarvörur?? Nammi!

hara2

hara3

hara4

Hér sjáið þið uppgreiðslu sem ég hannaði og gerði ásamt Hörpu. Mikið af pælingum á bak við þessa greiðslu og heilmikið gervihár =)

hara5 hara6 hara7

Edda Sif og Baldur.

hara8

Harpa að vinna með brjálæðislegt flott hár. Draumur að greiða svona hári!

Hér fyrir neðan sjáið þið lokamyndirnar eftir Baldur Kristjáns…..

hara10 hara11 hara12 hara13

 

 

Nýjasti þátturinn kominn á netið

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Helgi Omars

    5. April 2014

    Vá spennandi!

  2. Anna

    5. April 2014

    Spennandi ! En má ég spyrja hvaða járn þú notaðir á myndinni af þér – geðsjúkt á þér hárið !

    • Theodóra Mjöll

      6. April 2014

      Haha takk, ertu að meina myndinni af mér efst á bannernum? Ég notaði bara sléttujárn =)

  3. Gunnhildur

    9. April 2014

    Frábærar fréttir. Án efa mikil þörf á breyttum áherslum, ekki síst í vöruþekkingu. Ég sjálf er með viðkvæman hársvörð og krullur og hef fáa hitt sem hafa virkilega þekkingu á hvaða efni eru í vörunum sem stofurnar eru að selja (t.d. að vita hvort það sé silíkon í næringunum)

  4. Anna

    13. April 2014

    Haha, nei ég var að meina á selfie speglamyndinni í færlsunni – krullurnar :)

    • Theodóra Mjöll

      13. April 2014

      Hahaha djók! En ég notaði eitt af mínum uppáhalds! Rod2 frá HH simonssen sem er öfugt keilujárn! Mæli 1000% með því.