fbpx

Nýr háralitur

Það þýðir ekkert að vera höfundur hárbókar með rót og óklippt hár. En það eina sem ég hafði áhyggjur af þegar ég var að gera bókina er að eftir útgáfu þyrfti ég alltaf að vera með fínt hár haha….En þetta er fínt spark í rassinn fyrir mig og hvetur mig áfram í að sjá um hárið á mér og finna nýjar greiðslur.

Ég fór því uppí vinnu í gær og skellti smá skoli yfir mig til að hressa litinn við. Liturinn sem ég notaði var p01 í Luo color og setti ég smá fjólubláan út í til að fá litinn meira spennó. Er bara ánægð með útkomuna :) Ég vil alltaf vera með frekar náttúrulegan lit, eða þannig að það sjáist ekki beinlínis að ég sé með dökkt hár og litað ljóst……..

Þetta “hálsmen” er búið að vera í svolitlu uppáhaldi hjá mér. Ég fór í Vouge í Skeifunni og keypti tvo metra af þessu efni eða renning (hvað sem þetta er kallað), saumaði saman á endana og nota þetta sem hálsmen, annað hvort sítt eða stutt. Hef líka notað þetta í hárið og sem belti……

 

Stilletto nails

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Berglind V

    9. January 2013

    love it!! þarf að fara að fá svona “nýtt” hár ;)

  2. Sunna

    9. January 2013

    Flott! Ég er einmitt mjög þurfandi á yfirhalningu líka – en ég hef ekki þorað að gera neitt ennþá. Ég eignaðist barn fyrir tæpum þremur mánuðum og bíð núna óttaslegin eftir því að hárið fari að detta af!

    • Theodóra Mjöll

      10. January 2013

      Það er nauðsynlegt að sjá um sig og gera sig sæta og fína þó maður sé í fæðingarorlofi. Bannað að gleyma sjálfri sér ;) En ég er einmitt byrjuð að missa hárið og græt yfir hverju hári sem fer…..Minn er einmitt 3ja mánaða líka:)

  3. Birta

    9. January 2013

    Glæsilegt skvísa!!
    Þú mátt svo mikið láta mig vita þegar þú ferð eitthvað að vinna aftur, hárið á mér er búið að vera hálft týnt síðan ég hætti að mæta til þín :) Krílið er orðið 1 árs svo nú er engin afsökun fyrir sjúsklegheitunum lengur hehe

    • Theodóra Mjöll

      10. January 2013

      Hehe segðu. Læt þig vita þegar ég byrja að vinna ljúfan;)

  4. Erna Sigurðar

    10. January 2013

    Ótrúlega sæt Theodóra mínQ

  5. þóranna

    11. January 2013

    alltaf sætust… love á hálsmenið, ;)

  6. þóranna

    11. January 2013

    hahaha var að láta hákon líka þetta blogg á facebook… hann er svo mikið í að spá í nýjum háralitum og svona;)

  7. Júlía Birta

    12. January 2013

    Ert svo flott Theodóra !