Það þýðir ekkert að vera höfundur hárbókar með rót og óklippt hár. En það eina sem ég hafði áhyggjur af þegar ég var að gera bókina er að eftir útgáfu þyrfti ég alltaf að vera með fínt hár haha….En þetta er fínt spark í rassinn fyrir mig og hvetur mig áfram í að sjá um hárið á mér og finna nýjar greiðslur.
Ég fór því uppí vinnu í gær og skellti smá skoli yfir mig til að hressa litinn við. Liturinn sem ég notaði var p01 í Luo color og setti ég smá fjólubláan út í til að fá litinn meira spennó. Er bara ánægð með útkomuna :) Ég vil alltaf vera með frekar náttúrulegan lit, eða þannig að það sjáist ekki beinlínis að ég sé með dökkt hár og litað ljóst……..
Þetta “hálsmen” er búið að vera í svolitlu uppáhaldi hjá mér. Ég fór í Vouge í Skeifunni og keypti tvo metra af þessu efni eða renning (hvað sem þetta er kallað), saumaði saman á endana og nota þetta sem hálsmen, annað hvort sítt eða stutt. Hef líka notað þetta í hárið og sem belti……
Skrifa Innlegg