Ég ákvað eftir mikla umhugsun að prófa Trevor Sorbie vörurnar. Þær fást ekki á hárgreiðslustofum svo ég setti spurningarmerki við hvort þær væru þá nógu góðar. Ég keypti mér sjampó og hárnæringu frá “Longer hair” línunni sem á að vera meira pro.
Ég valdi mér sjampó fyrir skemmt hár og treatment næringu, og verð ég að segja að þetta er með betri sjampóum sem ég hef prófað!
Sjampóið þyngir ekki hárið, en gerir það þó mjúkt. Næringin er rosaleg, gerir hárið silkimjúkt og viðráðanlegt. Það verður þó að passa að setja næringuna ekki í rótina, eins og með allar næringar, til að þyngja það ekki.
Mæli eindregið með “Longer hair” línunni frá Trevor Sorbie fyrir næstu sjampókaup, færð mjög svipuð gæði á hárvöru og á hárgreiðslustofum fyrir mun minni pening!
Ég keypti sjampóið og næringuna í Lyf og heilsu í Kringlunni á (minnir mig) um 3500 – 4000,- kr saman.
Skrifa Innlegg