fbpx

Nýjustu kaupin

Þegar Svana Lovísa bloggaði um þessa dásamlegu póstera nú fyrir helgi, varð ég máttlaus af hrifningu. Hafði samband við Einar um leið og spurði hvort að hann ætti eina uglu handa mér í A2. Herra yndislegur átti svo sannarlega eina handa mér sem ég og síðan sótti á föstudagskvöldið.

Þegar Einar verður síðan orðinn frægur grafískur hönnuður um allan heim, get ég grobbað mig af því að eiga uglupóster eftir hann:)

Mæli eindregið með að kíkja á heimasíðuna hans iameinar.com og skoða verkin hans.

Nú er bara að ákveða hvar uglan skal hanga…..

Hvítir túlípanar

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. fanney

    25. March 2013

    keyptir þú rammann sjálf (hvar þá?) eða fylgir hann með?

    • Theodóra Mjöll

      29. March 2013

      Ramminn er úr Góða Hirðinum :) Keypti mynd á 500kall bara fyrir rammann! Ótrúlega sniðugt að gera það, þá á maður einstakan ramma á góðum prís !

    • Theodóra Mjöll

      29. March 2013

      Já hann er snillingur. Uglan er algjör stofuprýði. Klárlega góð fjárfesting hjá okkur:)

  2. Þórdís

    25. March 2013

    Hvar fékkstu ramma undir myndina? Það fylgdi ekki með er það nokkuð? Ég er nefnilega búin að panta mér eina svona fína uglu, sjúklega flott :)

    • Theodóra Mjöll

      29. March 2013

      Nei rammi fylgir ekki með. En ég keypti rammann í Góða Hirðinum (skrifaði um það fyrir ofan:) en hægt er að fá mjög flotta ramma í IKEA eins og alltaf ;)