fbpx

Nýja hárbókin: in the making

Ég ætla að byrja á því að afsaka bloggleysi, en það er búið að vera frekar mikið að gera hjá mér síðustu tvær vikur og ekki haft hugann við, né tíma til að segja ykkur frá einhverju spennandi. En ástæða þess er sú að ég er búin að vera að vinna við gerð nýrrar hárbókar sem er gefin út af danska hárvörumerkinu HH simonsen. Þetta hárvörumerki sérhæfir sig í góðum, professional járnum (sléttujárnum, krullujárnum, bylgjujárnum og fleira).

Ég er búin að vera með verkefnið í bígerð síðan í nóvember-desember 2012, en byrjaði að undarbúa fyrir alvöru í janúar 2013.

Pælingin á bak við bókina er þó með allt öðrum áherslum en bókin mín sem ég gaf út fyrir jól, Hárið, en þessi er meiri “style guide” og kennsla í að nota járnin frá fyrirtækinu. Þá sýni ég hvernig krullur koma út frá hverju járni fyrir sig og hvernig hægt er að style-a þær á marga mismundandi vegu.

Ég fékk að sjálfsögðu Sögu Sig til að taka myndirnar, því það er enginn eins klár í að taka myndir eins og hún. Fríða María sá um make-uppið og Hildur Sumarliða sá um stíliseringu. Svo var hann Steini Magnússon sem tók upp videó af öllum herlegheitunum og munu myndbönd með öllum greiðslunum koma samhliða bókinni.

Myndatakan varði í þrjá daga og kláruðum við í gærkvöldi. Við vorum í stúdíóinu hans Gassa og Baldurs sem er án efa flottasta og best útbúna stúdíó landsins! Það er svo gott að vinna með svona kláru og fagmannlegu fólki, veitir manni ótrúlega mikið.

Nú er bara að fara í gegnum allar myndirnar og fara að skrifa texta undir hverja og eina mynd. Úff….það er það leiðinlegasta við þetta allt saman haha….

Mig langar að deila með ykkur nokkrum myndum á bak við tjöldin

Hárklútar

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Arndís

    24. May 2013

    Vúhú, þetta er ótrúlega spennandi!! Hlakka til að sjá nýju bókina gamla ;)

  2. Helgi Omars

    25. May 2013

    Thegidu hvad thetta er spennandi!! Hlakka sjuklega til ad sja!!

  3. Rakel Ósk

    26. May 2013

    Alveg magnað hvað þú ert dugleg, til hamingju með þetta :)

  4. Anonymous

    26. May 2013

    Hlakka til að sjá….

  5. Agla

    2. June 2013

    Spennandi!

    Veistu hvaðan skórnir eru sem módelin eru í ? Sjúklega flottir :)

    • Theodóra Mjöll

      3. June 2013

      Þeir eru úr GK en ég man ekki hvað merkið heitir…..og já, þeir eru sjúkir!! :)