fbpx

Non-skinku Brúnkukrem!

Já það er til!

Ég skal segja ykkur mína sorgarsögu. Ég er hvítingi. Fólk gerist ekki mikið hvítari en ég! Ég hef glímt við þetta “sindrum” frá fæðingu og alltaf dreymt um sundbolafar á sumrin eða bikinífar eftir sólalandarferðina, en ekkert.

Kynntist ég Brazilian Tan á unglingsaldri og fannst ég hafa dottið í lukkupottinn! Ég makaði því á mig daga og nætur og fannst ég loksins komin með fallegan húðlit en tók eftir því á myndum af mér að ég var alltaf svolítið appelsínugul. Við frekari skoðun sá ég að ég hafði heldur betur getað verið greind með tanorexíu á háu stigi og eru margar myndirnar af mér EKKI fagrar af þessu einkennandi tímabili í mínu lífi- skinkutímabilinu!

Þegar ég loks áttaði mig á þessari áráttu og fór að átta mig á fíkninni fór ég að endurskoða brúnkukremsinnkaupin.

Ég hætti alveg að nota brúnkukrem. Fólki brá. Hélt ég væri veik. Sagði ég þyrfti meiri útiveru. Ég grét.

Byrjaði þá leitin að fallegum húðlit að nýju. Ég prófaði brúnkukrem frá mögulega öllum vörumerkjum markaðsins og endaði í Dove-kreminu (rakakrem með smá lit) sem mér líkaði vel. Hef ég notað það núna í nokkur ár en þótti alltaf óþæginlegt hvað ég varð klístruð að því. Lét mig hafa það.

Það til nú!

Ég fann það!

XEN-TAN brúnkukremið er minn nýji uppáhalds vinur. Það er brúnt á litinn sem gerir það að verkum að þú sérð hvar það fer á líkamann, sem kemur í veg fyrir að óheppilegir líkamspartar gleymast. Það er ekki vond lykt af því, reyndar frekar góð lykt af því. Liturinn sem kemur af því er kaldur og raunverulegur, en hægt er að fá mismunandi litatóna. Ó, og ekki gleyma að það dugar og dugar endalaust! Ég er búin að eiga það í mánuð, setja það á mig um fimm sinnum og það sést varla að ég hafi opnað túpuna. Ég þarf ekki að hafa fleiri orð um þetta mál. Þetta er einföld snilld!

Frá hvítingja til hinna hvítingjanna: Opnið veskin og hlaupið út í búð að kaupa ykkur Xen-tan fyrir helgina!

xxx

Xen-tan fæst í öllum helstu apótekum landsins og þetta krem kostar um 5-6 þúsund krónur.

Sýnikennsla: Old hollywood

Skrifa Innlegg

21 Skilaboð

  1. Hvítingi

    5. March 2013

    Hvar fæst þessi snilld og hvað kostar það?

    • Elfa

      5. March 2013

      Ó JÁ!

  2. Harpa

    5. March 2013

    kaupiru andlitsbrúnkukrem bara eða líka líkams?

    • Theodóra Mjöll

      5. March 2013

      Þetta brúnkukrem er bæði fyrir andlit og líkama! :) Svo það er nóg að kaupa eina túpu..

  3. Svart á Hvítu

    6. March 2013

    Hahahha ég hló,
    En mig langar í svona…
    Kveðja Hvítinginn;)

  4. Adda Soffía

    6. March 2013

    nú segiru mér fréttir…ég ætti kannski að fá mér svona svo fólk hætti að spurja hvort ég sé veik!
    nú fyllast öll apótek landsins af okkur ljósaperunum að kaupa brúnkukrem…skemmtilegt ;)

    • Theodóra Mjöll

      10. March 2013

      Haha segðu!

  5. BeggaKummer

    6. March 2013

    Þú drepur mig með þessum pistli !!! ;) hahaha… Snillingur !!
    En klárt mál, ég ætla prufa þetta brúnkukrem ASAP !

  6. Sif

    7. March 2013

    En kemur ekki svona fýla af því eftir að maður fer í sturtu? Æi…ég meina sko stundum kemur svona brúnkukremsfýla af manni þó maður hafi skolað kremið af er þetta laust við slík leiðindi??
    Kv. Your old Brazilian partner

    • Theodóra Mjöll

      10. March 2013

      Hæ former-fellow-brazorexic person ;)
      Það kemur sko engin lykt eftir sturtu! Meira að segja setti ég þetta á mig á föstudagsmorguninn og fór ekki í sturtu fyrr en seinnipart laugardags (ekki dæma mig) og þá var öll lyktin farin af. Hún fór áður en ég fór í sturtu. Svo það er í raun bara rétt á meðan kremið er að virka, sem er í 8 klst eftir að þú berð það á, sem lyktin er. Svo fer hún.
      En þetta er samt ekki eins dökkt krem og brazó en mun mun fallegra. Mér finnst það líka endast lengi á húðinni.
      Prófaðu, ég mana þig ;)

  7. Svava

    7. March 2013

    Hahaha, snilld ;) Á hvaða “líkamsparta” ertu að nota brúnkuna á? Andlitið, hendurnar eða bara út um allt ;)

    • Theodóra Mjöll

      10. March 2013

      Ég set brúnkukrem alltaf á allan líkamann. Þá meina ég sko táslurnar og allt. Meika ekki að vera gellan sem er brún að ofan en lík að neðan….

  8. Steinrún Ótta

    9. March 2013

    Sem líklega eina persónan sem er hvítari en þú þakka ég innilega fyrir þetta Thea mín eina kleina. En HVAR GET ÉG KEYPT ÞETTA?

    • Theodóra Mjöll

      10. March 2013

      Haha….
      En þetta fæst í mörgum apótekum, allavegana í Lyf og Heilsu í Kringlunni. :)

  9. Elísabet Gunn

    9. March 2013

    Af hverju var ég ekki búin að lesa þennan póst fyrr en núna. Snillingur. Skemmtilegi penni :)

    • Theodóra Mjöll

      10. March 2013

      Haha takk fyrir það ;)

  10. Soffía

    10. March 2013


    Takk fyrir þessa ábendingu… Og pistlana þína. En segðu mér eitt, hvaða lit tókst þú fyrir þig? Med/dark eða ultra dark eða kannski þetta sem heitir Gold? Mér finnst dálítið erfitt að finna út úr þessu.

    • Theodóra Mjöll

      11. March 2013

      Sko ég tók dekksta, Ultra dark, en set það á mig eftir sturtu og þá er ég rök og þá dreyfist kremið vel og þá fannst mér það ekki of dökkt. En svo prófaði ég einu sinni að setja það á mig þegar ég var ekki nýkomin úr sturtu og þá fannst mér ég verða of brún.
      Svo þetta er eiginlega spurning um hvenær þú setur kremið á þig, eftir sturtu eða ekki….
      Við frekari skoðun hefði ég vilja fá mér frekar Dark en ekki Ultra Dark.

      Vona að þetta hjálpi eitthvað- ég er þó enginn sérfræðingur. Gæti verið gott að spurja þær í búðinni??