fbpx

nenntiekkiaðgreiðamér hár

Eitt af hártrendum sumarsins er ógreitt-nývöknuð-nenntiekkiaðgreiðamérímorgun-hárgreiðslur.

Lykillinn að lúkkinu er að halda góðri lyftingu í hárinu og að það sé temmilega úfið. Gott er að krulla það og sofa á því yfir nótt, eða að láta hárið þorna uppúr sea salt spreyi. Settu það lauslega upp í teygju og vefðu hári utan um teygjuna, eða togaðu það til og spenntu það óreglulega upp. Ekki plana greiðsluna of vel, heldur leyfðu hárinu þínu svolítið að ráða ferðinni.

Snilldar lúkk!!

 

Fallegasta litasamsetningin

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Eva Rakel

    13. May 2013

    snilld, finnst svona lúkk alltaf svo töff

  2. Þórhildur

    13. May 2013

    Hvað er sea salt sprey? :)
    Ég er t.d. með mjög flatt og glansandi hár og vantar svo eitthvað til þess að það verði aðeins ”þurrara”.

    • Theodóra Mjöll

      13. May 2013

      Sea salt sprey er hárefni sem þú getur fengið frá nánast hvaða hárvörumerki sem er.

      Það gefur hárinu sömu áferð og eins og þú hefur verið í söltum sjó, þ.e cruchy þurrt og úfið lúkk.
      Mér finnst mjög gott að setja það í annaðhvort rakt hárið og leyfa því þá að þorna eðlilega, eða setja það í hárið þurrt og ýfa aðeins upp í hárinu eftir að þú spreyjar það.

      Spreyið bleytir vel upp í hárinu, þetta er ekki þurrt sprey eins og hárlakk. Þú þarft svolítið að finna út sjálf hvað þú vilt setja mikið af því í einu. Sumum finnst hárið verða skítugt við að setja sea salt sprey í það en sumir fíla það.

      Settu spreyið jafnt yfir allt hárið og ekki gleyma rótinni, þannig nærðu lyftingu í allt hárið.

      Vona að þetta svari spurningunni :)

  3. Unnur Lárusd

    13. May 2013

    Svo þægilegt – hjá mér er þetta marg notuð greiðsla og klikkar aldrei!

  4. Íris

    13. May 2013

    Hæ! Mælir þú nokkuð með einhverju sérstöku spreyi frá einhverju ákveðnu merki sem þú kannast við?

    • Theodóra Mjöll

      14. May 2013

      Já, ég hef prófað sea salt sprey frá Label.m, Bumble and Bumble og Muk (held það sé skrifað svona). En eins og ég segi þá er sea salt sprey hárefni sem flest öll hárvörumerki framleiða og er innihaldið mjög svipað frá þeim flestum. Ég mæli með að fara á þína hárgreiðslustofu og spurja hvað þeim finnst og fá jafnvel að prófa áður en þú kaupir :)