fbpx

Mama & Baby Bee

Ég er með mjög mikla ofnæmishúð og get ekki notað neinar húð- og snyrtivörur með lyktarefninu peru-balsam. Það er mjög pirrandi því það leynist einhverskonar gervi-lyktarefni í nánast öllum húð og snyrtivörum!

En þegar ég var ólétt þá birtist Emil með body butter og olíu frá Burt´s Bees undir línunni Mama Bee, og hef ég aldrei á ævinni prófað eins góðar vörur! Ég hafði þá aldrei heyrt af þessu merki og var mjög forvitin og gúgglaði það í ræmur, þar sem ég komst að því að þetta eru mjög náttúrulegar vörur, án gervi- og aukaefna. Ég smurði bumbuna daglega upp úr þessum unaði og er ekki með EITT slit á maganum (veit ekki hvort það sé ástæðan, en hjálpaði örugglega til!)

Nú þegar bumban er orðin að Ólíver, þá færði ég mig yfir í Baby Bee sem er fullkomið fyrir hann. Þar er lotion sem ég set á hann til að mýkja (ekki að hann geti orðið eitthvað mýkri) og svo bossakrem sem er frábært því það er með kælingu og ef það kemur smá bleijuroði þá fer hann um leið og ég set bossakremið á! Svo er einnig sápa sem ég nota í baðið sem er mild og góð.

Ég mæli eindregið með Mama og Baby Bee fyrir óléttar skvísur og fyrir litlu pjakkana ykkar. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!!

Nýtískuleg hundahús

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Hulda Rún

    7. February 2013

    fást þessar vörur bara í fríhöfninni, hefur lengi langað að prófa þær en gleymi alltaf að ath. hvar ég get keypt þær

  2. m

    8. February 2013

    hvar fást þessar vörur?:)

    • Theodóra Mjöll

      8. February 2013

      Það er stórt Burt´s Bees horn í Lyf og Heilsu í Kringlunni. Þar fást allar vörurnar!! :)

  3. Kata

    8. February 2013

    Hvar fást þessar vörur? :)

    • Elfa

      8. February 2013

      Þær fást m.a í Lyf og heilsu í kringlunni ( allt vöruvalið) og svo líka t.d í Lyfju í Lágmúla, Fríhöfn, um borð í flugvélinni hjá Icelandair og svona :)