Að sjálfsögðu var ég á síðasta snúning með að finna eitthvað sætt til að gleðja Emil á bóndadaginn, svo þegar ég vaknaði tók ég A3 blað, braut það í tvennt og teiknaði mynd af bónda framan á það og henti saman mjög (ó)frumlegu ljóði sem rímaði alls ekki og er ljóðasamfélaginu alveg örugglega til skammar…..
En er það ekki hugurinn sem skiptir máli :)
……svo skaust ég í Kringluna og keypti einn bol handa honum í Selected og nautalundir í Bónus til að gæða okkur á í kvöld.
Skrifa Innlegg