Áður en ég varð ólétt var ég alltaf svakalega dugleg í eldhúsinu. Bakaði amk einu sinni í viku og eldaði kvöldmat á hverju kvöldi þar sem ég reyndi að gera aldrei það sama tvisvar sinnum, nema þá að betrumbæta eða breyta gömlum uppskriftum. Svo núna, 6 mánuðum eftir að ég átti, er ég loksins að komast aftur í gírinn.
Ég hugsa að ég geri þetta reglulega, að deila með ykkur girnilegum uppskriftum sem ég hef sankað að mér eða tilraunastarfsemi eldhússins. … þ.e ef ykkur líst vel á!
Allavegana, þá gerði ég lax fyrir okkur í kvöld sem var hreinn unaður. Mamma stal uppskrift af svipuðum laxarétti úr Vikunni fyrir nokkru, en ég breytti honum aðeins í kvöld og finnst hann mun betri svona (sorrý mamma).
Laxabitar með roði
Hnetur (möndlur, valhnetur, heslihnetur)
Mango chutney
Hreinn rjómaostur
Hvítvín
Aðferð: Raðið laxabitunum á pönnu á miðlungshita.
Blandið mango chutney og nokkrum teskeiðum af rjómaosti gróflega saman og smyrjið þykku lagi ofan á flökin. Saxið hneturnar og stráið yfir. Skvettið smá hvítvíni yfir allt saman og kryddið með salti og pipar. Set lokið á pönnuna og læt krauma þar til fiskurinn er tilbúinn (fer eftir þykkt, en þetta voru um 10 mín hjá mér).
Borið fram með sætkartöflumús og góðu salati :)
Bon apetit !
xxx
Skrifa Innlegg