Þar sem foreldrar mínir og önnur systir eru búsett í Noregi þá höfum við ferðast nokkrum sinnum þangað síðastliðin ár. Fyrir mitt leyti er Noregur ekkert sérstaklega spennandi staður tísku og hönnunarlega séð, en býður upp á ótrúlega sveitasælu og frið, sem er ekki slæmt.
Systir mín kynnti mig þó fyrir einni skemmtilegri búð í Noregi sem hún sagði að ég mætti alls ekki láta fram hjá mér fara. Krammerhuset.
Krammerhuset er verslunarkeðja á svipuðum stað og Sostrene grene, nema með mun betra vöruúrval. Margar af vörum Krammerhuset eru eftirlíkingar af vinsælum hönnunarvörum svo sem Iittala, HAY, Firm Living og fleirum. En þrátt fyrir það, eru vörurnar nánast aldrei bein eftirlíking heldur byggðar á svipaðri hugmyndafræði. Ég persónulega er ekki hlynnt eftirlíkingum, en fyrir þá sem ekki hafa mikið á milli handanna (skrilljónir) býður Krammerhuset upp á ódýrar og fallegar lausnir fyrir heimilið.
Þrátt fyrir að nokkrar vörur þar séu eftirlíkingar er það þó aðeins brot í hafið í vöruúrvalinu.
Í hverri ferð til Noregs hef ég keypt mér eitthvað í Krammerhuset og eru það einar af uppáhalds hlutunum mínum á heimilinu.
Mæli eindregið með því að kíkja á heimasíðuna og sjá vöruúrvalið sjálf….og þá vitiði hvað ég meina =)
Skrifa Innlegg