Það er svo margt sem ég þarf að segja ykkur!!! Þar á meðal klippti ég mig stutt! =) …….eða réttara sagt, þá klippti Emil mig stutt, sko Emil maðurinn minn (whaat?!)
Byrjum á byrjuninni.
Nýi þátturinn minn er loksins kominn með nafn, Lífsstíll (hvernig líst ykkur á?). Fyrsti þátturinn fer í loftið 13.mars og verður í OPINNI dagskrá =)
Í kjölfarið af því að nafnið var komið og dagsetningin hef ég þurft að taka mig allrækilega í gegn. Hvernig ég ber mig, hugsa meira út í klæðaburðinn, hárið og förðunina og þar fram eftir götunum. Byrjaði í einkaþjálfun í byrjun mánaðarins, búin að taka mataræðið í gegn, er hressari og orkumeiri sem aldrei fyrr. Toppaði það með þeirri ákvörðun að ég yrði að klippa af mér hárið. Langaði í eitthvað alveg ferskt og nýtt í stíl við “attitúdið”.
Á föstudaginn síðasta var búið að bóka mig í myndatöku fyrir kynningarefni þáttarins og mér fannst ég verða að vera búin að klippa mig fyrir það. Svo ég yrði nú ekki síðhærð þar og svo stutthærð í þáttunum sjálfum. Á fimmtudaginn var ég að vinna uppi á Rauðhettu og suðaði í öllum um að klippa mig ef það kæmi gat (sem að sjálfsögðu kom aldrei, hárgreiðlsufólk fer ekki einu sinni í hádegismat) svo ég sat heima á fimmtudagskvöldið að reyna að átta mig á því hvernig ég gæti reddað þessu. Spurði Emil í léttu hvort hann væri nú ekki bara til í að klippa mig og hann sagði “JÁ, auðvitað”! Ég skipti hárinu niður í réttar skipingar, sagði honum skref fyrir skref nákvæmlega hvernig ætti að klippa hárið og það tókst svona alveg hreint FrÁbærlega! Talandi um leynda hæfileika! (þarf reyndar að láta laga smá, en ekkert af viti).
Allavegana, ég er komin með axlarsítt hár og sé ekki eftir því í eina sekúndu! =)
P.s Ég mæli ekki með að NEINN api eftir þessu ódæðisverki. Eina ástæðan fyrir því að Emil gat klippt það er vegna þess að ég vissi nákvæmlega hvernig framkvæma skal slíka klippingu og þrátt fyrir það, þá þarf ég samt að láta fagmann laga. Svo EKKI klippa ykkur sjálf eða láta einhvern sem ekki er faglærður klippa það =)
Pís át =)
Skrifa Innlegg