Ég prófaði að sulla saman pottrétti í kvöld sem heppnaðist svona hreint gríðarlega vel.
Langar að deila uppskriftinni með ykkur.
Hráefni:
Kjúklingabringur 2 stk
Kjúklingabaunir 1 dós
1/2 sæt kartefla
Kókosmjólk 1 dós
1/2 rauð paprika
Púrrulaukur
Steinselja
Grænmetisteningur
Aðferð:
Steikið kjúklingabringurnar á pönnu með púrrulauknum. Kryddið vel með salti, pipar og paprikukryddi.
Bætið kókosmjólk, paprikunni, kjúklingabaunum, sætum kartöflum, steinselju og grænmetistening út í og látið malla í ca 20 mín.
Borið fram með bankabyggi.
Skrifa Innlegg