Í síðustu viku gerði ég gúmmelaði lasagna, sem heppnaðist svona ótrúlega vel. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur að þetta sé eitthvað svaka hollt og gott fyrir meltinguna, en þetta er svona föstudagsmatur. Venjulega þegar ég geri lasagna, reyni ég að setja sem mest af grænmeti og alls kyns dóti með, en ákvað að gera einfalt og gott lasagna í þetta skiptið. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni:
Kjúklingur, tvær bringur.
Lasagna plötur
Ostur
Sósa:
(Tómat puré dós (x2), hvítlaukur, heill laukur, vatn, hálf krukka fetaostu með olíunni, oregano, bazil, salt og pipar. Öllu hent í blandara þar til sósan verður mjúk.)
Kjúklingurinn skorinn smátt niður og steiktur á pönnu og kryddað (ég setti s+p).
Finnið eldfast mót og setjið 1/3 af sósunni í botninn. Raðið lasagna plötum yfir. Setjið svo kjúklinginn ofan á plöturnar og 1/3 af sósunni ofan á hann. Setjið svo lasagna plötur ofan á sósuna+kjúllann og síðasta hlutann af sósunni þar á eftir.
Setjið álpappír yfir og stingið inn í ofn í 30 mín við 200°. Takið álpappírinn af og stráið ostinum yfir og stingið aftur inn í ofninn, eða þar til osturinn er bráðnaður og orðinn svolítið djúsí.
Skrifa Innlegg