fbpx

Í næsta þætti…..

Lífsstíllsjónvarp

Næsti þáttur af Lífsstíl verður heldur betur djúsí, en við komum við hjá Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuði og fáum innsýn í hennar ævintýralega heim. Hún er ótrúleg manneskja að öllu leyti og má enginn tískuunnanndi láta viðtalið fram hjá sér fara. Steinunn hefur unnið fyrir Gucci, Calvin Clein, Ralph Lauren, Carmelo Pomodoro og La Perla ásamt því að vera með sitt eigið merki, STEINUNN sem var stofnað árið 2000.

Svo kíkjum við á ofurparið Hafstein Júlíusson og Karítas hjá hönnunarteyminu HAF á vinnustofu þeirra að Bankastræti, þar sem þau gefa okkur innsýn inn í fyrirtæki þeirra og hugsjón. Eins og flestir vita þá hönnuðu þau búðina SUIT á Skólavörðustíg ásamt því að vinna náið með 66°norður og mörgum fleirum.

Herramennirnir í Kormáki & Skyldi gefa karlpeningnum góð ráð hvað varðar herramennsku og Tefélagið segir okkur frá fyrirtæki sínu                                 og allt um gæða te.

Ég minni á að þátturinn er sýndur í opinni dagskrá alla fimmtudaga kl 19:30 á Stöð 3 =)

photo 1

Hér fyrir ofan sjáið þið Steinunni á vinnustofu sinni að Grandagarði sem er ein sú fallegasta sem ég hef augum litið. Mæli eindregið með að gera sér ferð þangað en þar sameinar hún vinnurými og verslun.

photo 3

Hafsteinn og Karítas eru hér í vinnurými sínu að Bankastræti. Falleg vinnustofa með fallegu fólki, gerist ekki betra.

photo (6)

Hversu girnilegt er þetta? Sólrún María sýnir okkur inn í heim tesins og hvernig á að drekka gæðate.

My work <3

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Björk

    18. March 2014

    Er hægt að horfa á fyrsta þáttinn einhverstaðar á netinu? :)

  2. Anna

    18. March 2014

    Eg missti af fyrsta thættinum, veistu hvernig maður getur horft a thetta ? Gat tad ekki í “timaflakki”.

  3. Sara Sigurlásdóttir

    18. March 2014

    Hvar er hægt að fylgjast með þessum þáttum? Væri mjög þakklát fyrir link :)