Ég hef verið ástfangin af buxnadrögtum núna í þrjú ár, eða síðan ég kom við og sá unaðslega (ég er í alvörunni að slefa) buxnadragt frá Sonia Rykiel í Kronkron. Hún var brún-beige úr ullarefni, ég mátaði hana ekki, þorði því ekki. Í dag þrái ég þó svarta buxnadragt.
Mér finnast konur í buxnadrögtum svo “powerful” (finn ekki rétta íslenska orðið), sterkar og kynþokkafullar. Það er viss yfirlýsing að vera í þessum klæðnaði og hrópa ég húrra fyrir endurkomu þessa trends.
Skrifa Innlegg