Í gær var íshokkíleikur í Egilshöllinni, SA á móti Birninum. Ég er ekki mikið fyrir að horfa á íþróttir en að horfa á íshokkí er annað! Hraðinn í leiknum, brussugangurinn í strákunum, harkan og keppnisskapið gerir leikinn svo spennandi og skemmtilegan. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir að Ómar bróðir er markmaður SA og einn besti leikmaður á landinu frá upphafi :)
Mæli með að fara á íshokkíleik ef ykkur langar að horfa á hraða og skemmtilega íþrótt!
Ólíver skemmti sér allavega mjög vel og starði á fólkið í kringum sig sem öskraði úr sér lungun á leikmenn svellsins.
Skrifa Innlegg