fbpx

Í gær…

Gærdagurinn var svooo skemmtilegur! Við litla familían fórum í skírn hjá Andreu vinkonu og Sölva kallinum hennar þar sem við áttum góðar stundir með yndislegu fólki og hnallþórum. Eftir það tók ég stuttan Laugara með vinkonum mínum þeim Írisi, Ellen, Tinnu og Jónínu. Skelltum okkur á kaffi Mokka og spjölluðum úr okkur raddböndin.

Eftir að ég svæfði Ólíver, kíktum við sömu skvísur á Kex, þar sem vitleysan byrjaði. Held að ég hafi ekki hlegið jafnmikið í ár! Eftir frábæra Kex-stund ákváðum við að sletta aðeins úr klaufunum og skelltum okkur á Obladí óblada (held það sé skrifað svona), sem er virkilega sjoppulegur karíókístaður niðrí bæ, og tókum eitt gott Spice Girls lag. Ó mæ, karíókí er snilld!

Virkilega vel heppnaður dagur með yndislegu fólki! Takk fyrir mig <3

Set inn myndir í tímaröð þar sem þið sjáið að dagurinn byrjaði rólega og endaði í ruglinu :)

Myndataka dagsins....

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

    • Theodóra Mjöll

      7. April 2013

      Karíókí er svoooo gaaamaan!!!
      Ég kann sko ekki að syngja fyrir fimm aur haha….

  1. Elísabet Gunn

    7. April 2013

    Haha Theodora. Frábær síðasta mynd !
    Ég mæti í Karíókí ;)

    • Theodóra Mjöll

      7. April 2013

      Þessi mynd er svo lýsandi fyrir stemningu kvöldsins, haha, hrikalega gaman að syngja úr sér lungun á sjoppulegum karíókístað! :)

  2. þóranna

    7. April 2013

    hahahahah vá langt síðan ég hef séð þessa theodóru… i´v missed her.

  3. Andrea

    8. April 2013

    Takk fyrir að koma elsku hjartað mitt :) Getum við ekki farið að skella í svona vitleysu saman sem fyrst ?? :)