fbpx

Hvítt hár

Einu sinni, þegar ég var megaskinka, þá aflitaði ég á mér hárið eins og ég fengi borgað fyrir það. Skemmdi það gjörsamlega en fannst ég sjúklega heit pía. En þar sem ég er með mjög dökkt hár þá er það ekki beinlínis í boði fyrir mig að vera hvíthærð. Endaði með því að þurfa að klippa það nánast allt af vegna þess að hárið var orðið eitthvað annað en dautt, það var orðið að vír!

Þrátt fyrir fyrrum skinkudaga og aflitunarkvalir, þá þrái ég enn og aftur að vera með skjannahvítt hár. Það er eitthvað svo ótrúlega kúl…..

 

Pant vera svona kúl gömul kona!

Denim jumpsuit

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Thorunn

    9. May 2013

    mér finnst svo flotttt svona hvítt hár!!!!!!!

  2. Rut R.

    11. May 2013

    Ég ELSKA fallega silfur grátt hár!!!