fbpx

Hús&Híbýli; Heima

HeimiliðUmfjöllun

Í nóvember fór ég svo langt út úr þægindarrammanum að ég sá hann ekki lengur.

Blaðamaður frá Húsum&Híbýlum hafði samband og bað mig um að vera með í hátíðarblaðinu sem kom út í byrjun desember. Aðalfókusinn var á fiskaseríuna mína Fagur fiskur í sjó og datt mér ekki til hugar að neita svo flottri umfjöllun um þetta skemmtilega gæluverkefni.

Ég þurfti að skreyta allt heima um 10.nóvember sem eftir á að hyggja var mjög fínt, því það var svo mikið um að vera hjá mér fram að jólum að ég hefði annars ekkert skreytt. Jólatréð var dautt viku fyrir jól í kjölfarið, en ég svo átti margar huggulegar kvöldstundir í nóvember og desember horfandi á tréð með heitt te og tölvuna í fanginu svo það var alveg þess virði.

Með góðfúslegu leyfi Birtíngs fékk ég að birta myndirnar sem teknar voru fyrir hátíðarblað Húsa&Híbýla, en Hákon Davíð Björnsson ljósmyndari tók myndirnar og Elva Hrund Ágústsdóttir blaðamaður var umsjónarkona.

HH1411109424Hangandi blómapottur frá Postulínu sem er í vandræðalega miklu uppáhaldi.

HH1411109424

Ég á svo mikið af skemmtilegum og gömlum kokkabókum sem ég leyfi að njóta sín í eldhúsinu.
HH1411109424HH1411109424

Mynd eftir Ása fatahönnuð.

HH1411109424

Herbergið hans Ólívers litla prins. Beljan er í algjöru uppáhaldi en hana keypti ég í Osló og dröslaðist með til Íslands síðasta sumar.
HH1411109424HH1411109424

Skenkurinn er húðaður með marmarafilmu sem við settum á síðasta vor.

HH1411109424

Jólatré og aðventudiskur frá Postulínu.

HH1411109424

Gráa gæsin að drekka kaffi í stofunni.

HH1411109424

Í eldhúsinu settum við upp tússtöflu fyrir skipulag heimilisins, en ég fékk að stroka það út og gerði svona fínt krass í staðin =)

Stólarnir eru frá ömmu hans Emils en þeir voru sérsmíðaðir handa henni fyrir um 40 árum síðan. Við létum dekka þá upp og fengum GÁ-húsgögn til að setja hvítt leður og pússa upp viðinn. Ég er mjög ánægð með þá þó svo að það sé erfitt að halda þeim hreinum.HH1411109424HH1411109424

Jæja, þá er ég berskjölduð. En eins og þið sjáið þá er ég mjög geómetrísk, það þarf allt að vera svolítið á sínum stað en á mjög þægilegan og heimilislegan hátt. Ég elska að blanda gömlum munum og nýjum saman og gera heimilið þannig persónulegt og notalegt. Blanda af náttúrulegum efnum og tilbúnum efnum er hið fullkomna jafnvægi heimilis að mínu mati. Grænar plöntur gefa líf og léttara andrúmsloft og þó svo að ég kunni ekkert að halda lífi í þeim, þá get ég ekki lifað án þeirra.

xxxxxx

Theodóra Mjöll

Áramótahár

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. María Rut Dýrfjörð

    6. January 2015

    Gaman að sjá doppur á vegg í öðrum lit en svörtum eða hvítum í barnaherbergi :)

    • Theodóra Mjöll

      6. January 2015

      Já ég er sammála, mig langaði svo að hafa litina mjúka og mér finnast einmitt brúnar doppur á móti ljósbláum vegg tóna svo vel saman =)

  2. Elísabet Gunnars

    6. January 2015

    Mjög fallegt heimili … takk fyrir að gefa okkur innlit :)

  3. Fríða

    6. January 2015

    Hvar fékkstu fílahausinn? Ekkert smá flottur!

  4. ásta h

    6. January 2015

    rosalega fallegt heimili :) hvar fékkstu skenkinn bæði í barnaherberginu og á holinu? (er þetta ekki sama týpan?)

    • Theodóra Mjöll

      6. January 2015

      Takk kærlega fyrir það =) Skenkirnir eru úr Ikea og hafa nýst brjálæðislega vel. Sá inni í barnaherbergi geyma barnaföt og sá á ganginum geymir hárgreiðsludót og alls kyns drasl sem gott er að fela =)

  5. saga

    8. January 2015

    mjog fint!!!

  6. Arna Björg

    12. January 2015

    Fallegt heimili :) Hvar léstu gera marmarafilmuna á sjónvarpsskenkinn?

    • Theodóra Mjöll

      12. January 2015

      Takk fyrir það. Við gerðum það sjálf með marmarafilmu úr Bauhaus =)