ATH! Þessi færsla er einungis fyrir þá sem hafa áhuga á hundum! =)
Í síðustu viku gerðist nokkuð á heimili mínu sem er gríðarlega sjaldséð. Tinni og Koli hundarnir mínir tveir voru að kúra haus við haus og hrutu í kór. Æi sorry, ég varð bara að deila þessu með ykkur. Ég dey þeir eru svo yndislegir.
Geta gert mig gráhærða, þá sérstaklega Koli sem vaknar á hverjum morgni með vítamínsprautu í rassinum (sem ég veit ekki hvaðan kemur).
Þegar hann var hvolpur þá nagaði hann allt sem að kjafti kom! Svo sem KronKron skóna mína, púðana í sófanum, veggina, póstinn, nærföt og endalaust margar æfingarbuxur. Ég gleymi því aldrei þegar ég keypti mér nýja skó og var svo ánægð með þá að ég setti þá upp á hillu svo þeir væru tilbúnir daginn eftir, Kola fannst þeir greinilega ekki flottir svo þegar ég vaknaði var hann búinn að naga annan hælinn af skónum (fylltur botn, getir rétt ímyndað ykkur hvað þetta hefur verið mikil kjálkavinna).
Svo er það Tinni sem er svo mikill mömmustrákur að hann vill liggja í fanginu á mér helst allan sólahringinn. Var ekki parhrifinn þegar Ólíver kom í heiminn og hann settur í annað sætið. Horfði á mig (og gerir enn) úr 3ja metra fjarlægð og beið eftir að ég kæmi og byði hann afsökunar á þeim óþægindum sem ég hafði valdið honum með öllum þessum lífsbreytingum. En aftur á móti þá þegar ég var ólétt þá lá hann alltaf á bumbunni minni og passaði hana.
Þeir sem eiga hunda skilja mig vel þegar ég segi að ég gæti ekki án þeirra verið, enda stór partur af fjölskyldunni ! :)
Skrifa Innlegg