fbpx

Hugarþankar á tímamótum

Á þessum síðasta degi ársins er vert að hugsa um atburði ársins sem er að líða.

 Hvað hef ég gert, hvað skildi ég eftir, hvað hefði ég getað gert betur? Hvernig er ég öðruvísi en ég var fyrir ári síðan, hvað hef ég gert fyrir mig sjálfa/an og fyrir þá sem standa mér næst?

………….

Á sama tíma fyrir ári síðan, sagði ég ykkur frá hefð sem er í tengdafjölskyldu minni yfir hátíðarmatnum á áramótunum. Þar segja allir frá því sem þeir eru þakklátir fyrir á árinu sem er að líða og frá einhverju sem þeir stefna að á nýju ári.

Mér finnst þetta ein besta hefð sem ég upplifað, því gaman er að hugsa til þess hverju maður stefndi að og sjá hvort eitthvað af því hafi ræst, hvort áherslurnar í lífi manns hafi breyst og ef svo er, af hverju. Hvort sem það er til hins betra eða verra.

Ég mæli hiklaust með þessari dásamlegu hefð sem að mínu mati hjálpar okkur við að setja saman langan tíma í stutt og laggott samhengi sem maður annars myndi ekki gera.

7ac5a0f4d0ecfe69fcddfdf237a4cd88

 Til að fara með inn í nýja árið:

Tileinkum okkur gagnrýna hugsun hvað varðar okkur sjálf. Verum opin fyrir mótlæti, látum það ekki brjóta okkur niður heldur byggja okkur upp. Tökum á móti öllum þeim krafti og jákvæðu orku sem okkur býðst. Förum inn í árið með opnum hug, kærleik og góðvild því það er eitt sem ég veit fyrir víst í lífinu….. og það er karma. Ef þú talar niður til fólks, hvort sem það er á bak við það eða ekki, þá færðu það sama á móti. Ef þú gefur frá þér jákvæða orku og góðvild, þá færðu hana til baka.

Ég sjálf er búin að upplifa svo ótrúlega góðmennsku svona rétt fyrir jólin, ótrúlegasta fólk kemur mér á óvart og gerir hluti fyrir mig sem ég hefði aldrei búist við.

 ……………….

Góðmennska og kærleikur er fræ, þú sáir þeim og með tímanum þá verða fræin að trjám.

……………….

 

 Takk fyrir árið, mér þykir gríðarlega vænt um að öll þau hrós og skemmtilegu athugasemdir sem ég hef fengið frá ykkur.

Skemmtið ykkur sjúklega vel í kvöld !! =)

 

Kærleikskveðja

Theodóra 

Ópið og ég

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Helgi Omars

    31. December 2013

    <3

  2. Kristín María

    6. January 2014

    Gleðilegt nýtt hár !