Jæja, þá er vinnutörn lífs míns lokið (!!).
Búin að skila af mér Frozen bókunum, RFF er búið og önnur verkefni sem komu öll á sama tíma. Nú sit ég á skrifstofunni minni í hjarta Reykjavíkur með kaffibolla og góðu samstarfsfólki sem ég hef saknað sárt síðustu 5 vikur og nýt þess að vera ekki með kvíðahnút í maganum yfir verkefnaskilum. Það eru þó margir lausir endar sem þarf að hnýta en það verður gert í rólegheitum. Nú taka ný og mjööög spennandi verkefni við sem ég byrja að vinna í frá og með morgundeginum og ég er full tilhlökkunar um nýja og enn betri tíma. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta helv%&$ veður hefur áhrif á mann andlega og þegar sólin byrjaði að skína í gær var eins og ég vaknaði til meðvitundar…..sammála?!?
Helgin var ótrúleg í alla staði. RFF hefur sjaldan verið eins vel skipulögð og vel útlátin eins og í ár. Ég og Steinunn erum í skýjunum með alla þá sem komu og hjálpuðu okkur í hárinu ásamt að sjááálfsögðu liðinu á bak við Label.m, þeim Baldri og Önnu sem voru hárhetjur helgarinnar.
………..
Því miður þá náði ég ekki að taka neinar myndir yfir helgina þar sem ég var ofan í hári allan tímann, en Kári Sverriss ljósmyndari og snillingur með meiru tók svo ótrúlega fallegar baksviðsmyndir að ég fékk leyfi frá honum til að birta þær hér.
Hér fyrir neðan sjáið þið hár sem ég gerði/hannaði fyrir Siggu Maiju. Þó þetta líti út fyrir að vera einfalt þá eru miklar pælingar í gangi þarna og hver og eitt módel tók 30-40 mínútur að gera. Við klipptum svo neðan af hárinu til að fá beina línu neðst.
Hér fyrir neðan sjáið þið hárið/hárkolluna frá Jör, en Steinunn Ósk sá um hárið. Það var rosaleg vinna á bak við kollurnar, en Steinunn þurfti að klippa þær allar til og slétta þær, var svo með standa á bak við fyrir kollurnar á svo þær myndu ekki beyglast. Þær héldu fyrir henni vöku, en það var þess virði því ég er að eeeelska þetta lúkk.
Þessa greiðslu gerði ég fyrir Ýr (Another Creation) en sterkar konur og kvenleiki var eitthvað sem við vorum að vinna með. Við fórum að tala um líkama kvenna og fór það út í að skoða einstaka líkamsparta. Það má segja að greiðslan sé óður til konunnar…..
Hvaða kvenlíkamspart sjáið þið út úr greiðslunni?? ;)
Takk fyrir mig og takk Kári fyrir að deila með okkur myndunum =)
xxx
Theodóra Mjöll
Skrifa Innlegg