fbpx

Hátíðargreiðslur- Ísland í Dag

Looooksins er ég komin í jólafrí, eftir frekar annasamar vikur fyrir jólin (margir geta eflaust tengt við þessa góðu tilfinningu). Á sunnudaginn fórum við fjölskyldan til mömmu og pabba í Noregi ásamt öllum systkinum mínum, mökum þeirra og börnum. Við erum 13 talsins. Alvöru jól! :) Ég gerði met í að pakka seint fyrir flug, sem sagt 2 klst áður en við lögðum af stað. Og í fyrsta sinn á ævi minni náði ég ekki einu sinni að taka til heima áður en við fórum út. En það er bara lúxusvandamál. Lentum í smá hremmingum uppi á velli þar sem við þurftum að bíða í 70 mín í biðröð í check in og vorum svo með 20 kg í yfirvigt vegna jólagjafanna. Ég harðneitaði að borga (halló! 1530 kr kílóið, ekki sjéns að ég tími því) svo við týndum upp úr töskunni þessi aukakíló með allt of langa röð fyrir aftan okkur, allir starandi á mig, pirraðir og þreyttir. Loksins þegar þetta hafðist þá fór jólagjafataskan okkar á færibandið, festist í færibandinu og rifnaði í sundur! Því var reddað með teipi og okkur sagt að fylla út tjónaskýrslu í Noregi. Við hlupum upp, 30 mín í brottför, áttum eftir að kaupa jólagjöf, fá okkur að borða og skipta á drengnum. Þetta hafðist þó allt á endanum og nú sitjum við í hægindum okkar með alltof mikinn sykur á boðstólnum, spil og skemmtilegheit með fjölskyldu minni sem ég hitti of sjaldan.

………….

Hugrún í Íslandi í Dag hafði samband við mig fyrir jólin og bað mig um að sýna nokkrar hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir þáttinn. Ég að sjálfsögðu sagði já, þrátt fyrir að vera með pissugult hár (plís ekki dæma mig) og fékk tvær mæðgur til að vera fórnarlömb. Svo ég sýndi frá tveimur fullorðins greiðslum og tveimur barnagreiðslum. Vonandi eitthvað fyrir alla =)

Fyrir forvitna, þá er linkurinn að myndbandinu hér fyrir neðan (gat ekki sett myndbandið beint inn í færsluna) =)

 

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV77660105-E33D-4A33-8FA0-A9B95E2C53C9

 

Kveðja úr svætasælunni í Norge

Screen Shot 2013-12-25 at 10.25.46 PM

 

 

Oh yes I did

Skrifa Innlegg